Skrúðganga í miðbænum: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2015 10:57 María Lilja er ein af þeim sem ætlar sér að mæta. „Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði,“ segir María Lilja Þrastardóttir en hún er ein af þeim sem ætlar sér að mæta í skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla klukkan 15:45. Stofnað hefur verið til viðburðar á Facebook undir nafinu Engin helvítis blóm: borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur hefur boðað til skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla og svo í mótmælastöðu á Austurvelli kl: 16:00 í dag. „Í stað þess að mæta kröfum kvenna og yfir hundrað ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni; Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis og forláta styttu af, með fullri virðingu, íhaldsamri forréttindakonu.“ Hún segir að ráðamenn hafi gefið kvennastéttum fingurinn með lögum sem takmarka frelsi þeirra til að mótmæla óréttlátum kjörum. Appelsínugular og gular prófílmyndir hafa vakið mikla athygli á Facebook undanfarna daga. Appelsínugul andlit fyrir þau okkar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, gul andlit fyrir þá sem vita af einhverjum sem hefur orðið fyrir slíku eða vilja sýna brotaþolum samstöðu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 400 manns boðað komu sína. Á Facebook síðu viðburðarins segir: „Konur stigu fram og greindu frá kynferðisofbeldi og notuðu #konurtala, #þöggun til að tjá sig, þær hafa krafist þess að fá að skilgreina líkama sinn sjálfar undir #freethenipple, þær skora drusluskömmun á hólm, þær hafa sagt samfélaginu frá misrétti sem þær verða fyrir undir #6dagsleikinn, fatlaðar konur hafa beint sjónum að margþættu misrétti sem þær verða fyrir og konur eru að krefjast bættra kjara. Krafturinn og samstaðan sem konur hafa sýnt undanfarnar vikur í að berjast fyrir jöfnum réttindum er ólýsanlegur.“ Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Sjá meira
„Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði,“ segir María Lilja Þrastardóttir en hún er ein af þeim sem ætlar sér að mæta í skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla klukkan 15:45. Stofnað hefur verið til viðburðar á Facebook undir nafinu Engin helvítis blóm: borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur hefur boðað til skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla og svo í mótmælastöðu á Austurvelli kl: 16:00 í dag. „Í stað þess að mæta kröfum kvenna og yfir hundrað ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni; Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis og forláta styttu af, með fullri virðingu, íhaldsamri forréttindakonu.“ Hún segir að ráðamenn hafi gefið kvennastéttum fingurinn með lögum sem takmarka frelsi þeirra til að mótmæla óréttlátum kjörum. Appelsínugular og gular prófílmyndir hafa vakið mikla athygli á Facebook undanfarna daga. Appelsínugul andlit fyrir þau okkar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, gul andlit fyrir þá sem vita af einhverjum sem hefur orðið fyrir slíku eða vilja sýna brotaþolum samstöðu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 400 manns boðað komu sína. Á Facebook síðu viðburðarins segir: „Konur stigu fram og greindu frá kynferðisofbeldi og notuðu #konurtala, #þöggun til að tjá sig, þær hafa krafist þess að fá að skilgreina líkama sinn sjálfar undir #freethenipple, þær skora drusluskömmun á hólm, þær hafa sagt samfélaginu frá misrétti sem þær verða fyrir undir #6dagsleikinn, fatlaðar konur hafa beint sjónum að margþættu misrétti sem þær verða fyrir og konur eru að krefjast bættra kjara. Krafturinn og samstaðan sem konur hafa sýnt undanfarnar vikur í að berjast fyrir jöfnum réttindum er ólýsanlegur.“
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Sjá meira