Standa ekki við uppbygginguna Sigurjón M. Egilsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Líkt er á komið með núverandi ríkisstjórn og þeirri fyrri þegar kemur að umgengni um Framkvæmdasjóð aldraðra. Á síðustu fimm árum hefur stórkostlega miklum peningum verið ráðstafað til annarra verkefna en lög gera ráð fyrir. Framkvæmdasjóður aldraðra á það líkt með margumræddu útvarpsgjaldi að það er nefskattur, skattur sem leggst eins á alla skattskylda Íslendinga. Ríkisvaldið hefur, á liðnum árum, varið stórum hluta tekna sjóðsins til verkefna annarra en framkvæmda. Í fimmtu grein laga um sjóðinn er talið upp til hvernig verkefna á að verja tekjum hans. Þar eru talin upp brýn verkefni, svo sem bygging þjónustumiðstöðva, dagvistar, dvalarheimila, sambýla og hjúkrunarheimila. Síðasti liðurinn kveður svo á um önnur verkefni sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Ríkisvaldið, hvert sem það er á hverjum tíma, hefur tekið þúsundir milljóna frá þessum bráðnauðsynlegu verkefnum og notað þá peninga til annarra hluta. Óþarft á að vera að telja upp eða nefna hversu brýnt er að gera átak í þeim helstu verkefnum sem Framkvæmdasjóður aldraðra á að sinna, samkvæmt gildandi reglugerð. Hefðu stjórnvöld ekki gerst svona fingralöng og hér hefðu verið til að mynda byggð hjúkrunarheimili en peningar ekki verið teknir af öldruðum, væri álagið mun minna á til dæmis Landspítalanum, en þekkt er að þar liggur gamalt fólk fast, þar sem engin úrræði eru til fyrir það fólk, það kemst ekki af sjúkrahúsinu. Segja má að þegar eyrnamerktir peningar eru notaðir til allt annarra hluta en á að gera, sé misfarið með þá peninga. Annar nefskattur hefur verið í fréttum síðustu mánuði, það er útvarpsgjaldið og umræður um meðferð á þeim skatti hafa farið víða. Nú hefur verið tryggt, að á þessu ári, renna hærri fjárhæðir til Ríkisútvarpsins en dæmi eru um. Sama verður ekki sagt um aldraða og þeirra velferð. Þá skortir greinilega stuðning, þeir eiga ekki hollvini innan þings og utan. Þetta er til skammar. Við verðum að gera betur og hætta að taka eyrnamerkta peninga úr uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum og nota þá peninga til allt annarra hluta. Það er smán að þessu háttalagi. Mestur hluti framkvæmdasjóðsins fer í húsaleigu víðsvegar um landið og rekstur öldrunarheimila. „Það er áhersluatriði hjá mér varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma að þessa fjármuni sem renna í rekstur fáum við til uppbyggingar nýrra hjúkrunarrýma,“ sagði Kristján Þór Júlíusson í samtali við Fréttablaðið. Frá árinu 2010 til 2014 hafa 8,2 milljarðar króna runnið í sjóðinn. 1.672 milljónum hefur verið úthlutað úr sjóðnum til verkefna sem hafa sótt í sjóðinn. Mismunurinn, um 6,5 milljarðar, fer í ýmsa hluti, svo sem rekstur stofnanaþjónustu, leigugreiðslur vegna hjúkrunarheimila og viðhalds öldrunarstofnana. „Það er mjög slæmt að festa framkvæmdasjóð í klöfum rekstrarkostnaðar og geta ekki beitt sér í uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara. Þessi staða er óásættanleg. Það verður að gera betur og fara verður að settum reglum, ekki síst æðsta stjórn ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Líkt er á komið með núverandi ríkisstjórn og þeirri fyrri þegar kemur að umgengni um Framkvæmdasjóð aldraðra. Á síðustu fimm árum hefur stórkostlega miklum peningum verið ráðstafað til annarra verkefna en lög gera ráð fyrir. Framkvæmdasjóður aldraðra á það líkt með margumræddu útvarpsgjaldi að það er nefskattur, skattur sem leggst eins á alla skattskylda Íslendinga. Ríkisvaldið hefur, á liðnum árum, varið stórum hluta tekna sjóðsins til verkefna annarra en framkvæmda. Í fimmtu grein laga um sjóðinn er talið upp til hvernig verkefna á að verja tekjum hans. Þar eru talin upp brýn verkefni, svo sem bygging þjónustumiðstöðva, dagvistar, dvalarheimila, sambýla og hjúkrunarheimila. Síðasti liðurinn kveður svo á um önnur verkefni sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Ríkisvaldið, hvert sem það er á hverjum tíma, hefur tekið þúsundir milljóna frá þessum bráðnauðsynlegu verkefnum og notað þá peninga til annarra hluta. Óþarft á að vera að telja upp eða nefna hversu brýnt er að gera átak í þeim helstu verkefnum sem Framkvæmdasjóður aldraðra á að sinna, samkvæmt gildandi reglugerð. Hefðu stjórnvöld ekki gerst svona fingralöng og hér hefðu verið til að mynda byggð hjúkrunarheimili en peningar ekki verið teknir af öldruðum, væri álagið mun minna á til dæmis Landspítalanum, en þekkt er að þar liggur gamalt fólk fast, þar sem engin úrræði eru til fyrir það fólk, það kemst ekki af sjúkrahúsinu. Segja má að þegar eyrnamerktir peningar eru notaðir til allt annarra hluta en á að gera, sé misfarið með þá peninga. Annar nefskattur hefur verið í fréttum síðustu mánuði, það er útvarpsgjaldið og umræður um meðferð á þeim skatti hafa farið víða. Nú hefur verið tryggt, að á þessu ári, renna hærri fjárhæðir til Ríkisútvarpsins en dæmi eru um. Sama verður ekki sagt um aldraða og þeirra velferð. Þá skortir greinilega stuðning, þeir eiga ekki hollvini innan þings og utan. Þetta er til skammar. Við verðum að gera betur og hætta að taka eyrnamerkta peninga úr uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum og nota þá peninga til allt annarra hluta. Það er smán að þessu háttalagi. Mestur hluti framkvæmdasjóðsins fer í húsaleigu víðsvegar um landið og rekstur öldrunarheimila. „Það er áhersluatriði hjá mér varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma að þessa fjármuni sem renna í rekstur fáum við til uppbyggingar nýrra hjúkrunarrýma,“ sagði Kristján Þór Júlíusson í samtali við Fréttablaðið. Frá árinu 2010 til 2014 hafa 8,2 milljarðar króna runnið í sjóðinn. 1.672 milljónum hefur verið úthlutað úr sjóðnum til verkefna sem hafa sótt í sjóðinn. Mismunurinn, um 6,5 milljarðar, fer í ýmsa hluti, svo sem rekstur stofnanaþjónustu, leigugreiðslur vegna hjúkrunarheimila og viðhalds öldrunarstofnana. „Það er mjög slæmt að festa framkvæmdasjóð í klöfum rekstrarkostnaðar og geta ekki beitt sér í uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara. Þessi staða er óásættanleg. Það verður að gera betur og fara verður að settum reglum, ekki síst æðsta stjórn ríkisins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun