Bandarískar vörur hækka með sterkara gengi dollars 17. janúar 2015 13:00 Amerískt morgunkorn er á meðal þess sem er keypt frá Bandaríkjunum. fréttablaðið/teitur Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira