Íslenski boltinn

ÍA fylgir FH upp í Pepsi-deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÍA hefur flakkað á milli Pepsi- og 1. deildar á undanförnum árum.
ÍA hefur flakkað á milli Pepsi- og 1. deildar á undanförnum árum. vísir/stefán
ÍA vann sér nú rétt í þessu sæti í Pepsi-deild kvenna eftir eins árs fjarveru. Skagakonur fylgja því FH upp í Pepsi-deildina en liðin taka sæti Aftureldingar og Þróttar sem eru fallin.

Sjá einnig: FH komið upp í Pepsi-deild kvenna

ÍA tapaði reyndar fyrir Grindavík með tveimur mörkum gegn einu suður með sjó í kvöld en það kom ekki að sök þar sem Skagakonur unnu fyrri leikinn 3-0. ÍA vann því einvígið 4-2 samanlagt.

Grindavík byrjaði leikinn í dag af miklum krafti og eftir 19 mínútna leik var staðan orðin 2-0, heimakonum í vil. Guðrún Bentína Frímannsdóttir og Sashana Carolyn Campbell skoruðu mörkin.

Nær komust Grindvíkingar hins vegar ekki og Megan Dunnigan minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA á 76. mínútu og gulltryggði þar með Akurnesingum sæti í deild þeirra á bestu á næsta ári.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×