Hægt að draga stórlega úr umhverfisáhrifum bílaflotans með meiri álnotkun Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 11:00 Álfelga frá Alcoa. Það eru ekki bara fólksbílaframleiðendur um allan heim sem leggja sífellt meiri áherslu á að auka hlut áls í bílaframleiðslunni á kostnað stáls, heldur á þetta einnig við um stóra bíla, ekki síst vöruflutningabíla og rútur. Markmiðið er margþætt: að lækka rekstrarkostnað með minna viðhaldi, minni eyðslu og betri nýtingar fjárfestingarinnar og síðast en ekki síst að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það er mikið í húfi og sem dæmi má nefna eru grindur úr áli í stórum vöruflutningabílum er allt að 45% léttari heldur en stálgrindur í sams konar bílum. Bandaríkjamenn fara fremstir í þessari þróun, en í því víðfeðma landi aka þúsundir flutningabíla allan sólarhringinn eftir þjóðvegum ríkisfylkjanna með vörur milli áfangastaða. Vegalengdirnar geta verið óheyrilegar og stærstu flutningabílarnir eru nær undantekningalaust búnir rúmgóðu svefnrými fyrir ökumanninn til að hvíla sig í, því oft líða margir dagar þar til hann snýr heim á leið aftur úr langferðinni.Alcoa leiðandi Vöruflutningabílafyrirtækin eiga í samkeppni við aðrar flutningaleiðir, bæði járnbrautalestir og flugfélög. Það er því mikilvægt að reksturinn sé eins hagkvæmur og kostur er og ein leið að því marki er að létta flutningabílana eins og kostur er, en það leiðir aftur til minni eldsneytiseyðslu og þar með lægri rekstrarkostnaðar, minna viðhalds og minni útblásturs. Léttari bíll getur þó einnig gefið flutningafyrirtækjunum færi á að flytja meira vörumagn í hverri ferð, sem aftur getur leitt til færri ferða í heild á ári og þar með lægri kostnaðar. Alcoa er það álfyrirtæki í heiminum sem á í hvað nánustu samstarfi við bílaframleiðendur. Nærtækt dæmi er hinn nýi Ford F-150 sem hannaður var í nánu samstarfi Ford og Alcoa, þar sem höfuðáhersla var lögð á að þróa ál í sem flesta innviði bílsins og skipta því út fyrir stál til að létta bílinn sem best. Þá hefur Alcoa einnig átt náið samstarf við einn stærsta strætisvagna- og rútubílaframleiðanda heims, Yutong í Kína, þar bæði fyrirtækin lögðu sitt af mörkum í hönnun á léttari og sparneytnari fólksflutningabílum.46% léttari yfirbygging Í þessu skyni framleiðir Alcoa t.d. burðarmiklar álfelgur sem eru sérstaklega hannaðar undir rútur og vörubíla sem eru talsvert léttari en stálfelgur. Einnig hannar fyrirtækið fjölmarga aðra innviði, svo sem gólf, þök, heilar grindur og grindarhluta, yfirbyggingar, festingar og fleira. Talið er að á dæmigerðum átján hjóla vöruflutningabíl geti álfelgur og ál á ýmsum stöðum í grind og yfirbyggingu bæði bíls og tengivagns dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 30 tonn á líftíma bílsins og vegna þungatakmarkana aukið mögulegt burðarmagn í hverri ferð um 1,5 tonn á móti minni eigin þyngd flutningabíls og tengivagns. Á ársgrundvelli stuðlar álið til lægri kostnaðar og betri nýtingar í vöruflutningum. Í strætisvagni sem Alcoa hannaði með Yutong var unnt að létta yfirbygginguna um 46%, en ásamt notkun áls víðar í vagninum dró í heild úr þyngd hans um 1.400 kg. Við það minnkaði eldsneytiseyðsla bílsins um 6% og í heild er áætlað að losun koltvísýrings í útblæstri minnki um 50 tonn á líftíma vagnsins. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent
Það eru ekki bara fólksbílaframleiðendur um allan heim sem leggja sífellt meiri áherslu á að auka hlut áls í bílaframleiðslunni á kostnað stáls, heldur á þetta einnig við um stóra bíla, ekki síst vöruflutningabíla og rútur. Markmiðið er margþætt: að lækka rekstrarkostnað með minna viðhaldi, minni eyðslu og betri nýtingar fjárfestingarinnar og síðast en ekki síst að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það er mikið í húfi og sem dæmi má nefna eru grindur úr áli í stórum vöruflutningabílum er allt að 45% léttari heldur en stálgrindur í sams konar bílum. Bandaríkjamenn fara fremstir í þessari þróun, en í því víðfeðma landi aka þúsundir flutningabíla allan sólarhringinn eftir þjóðvegum ríkisfylkjanna með vörur milli áfangastaða. Vegalengdirnar geta verið óheyrilegar og stærstu flutningabílarnir eru nær undantekningalaust búnir rúmgóðu svefnrými fyrir ökumanninn til að hvíla sig í, því oft líða margir dagar þar til hann snýr heim á leið aftur úr langferðinni.Alcoa leiðandi Vöruflutningabílafyrirtækin eiga í samkeppni við aðrar flutningaleiðir, bæði járnbrautalestir og flugfélög. Það er því mikilvægt að reksturinn sé eins hagkvæmur og kostur er og ein leið að því marki er að létta flutningabílana eins og kostur er, en það leiðir aftur til minni eldsneytiseyðslu og þar með lægri rekstrarkostnaðar, minna viðhalds og minni útblásturs. Léttari bíll getur þó einnig gefið flutningafyrirtækjunum færi á að flytja meira vörumagn í hverri ferð, sem aftur getur leitt til færri ferða í heild á ári og þar með lægri kostnaðar. Alcoa er það álfyrirtæki í heiminum sem á í hvað nánustu samstarfi við bílaframleiðendur. Nærtækt dæmi er hinn nýi Ford F-150 sem hannaður var í nánu samstarfi Ford og Alcoa, þar sem höfuðáhersla var lögð á að þróa ál í sem flesta innviði bílsins og skipta því út fyrir stál til að létta bílinn sem best. Þá hefur Alcoa einnig átt náið samstarf við einn stærsta strætisvagna- og rútubílaframleiðanda heims, Yutong í Kína, þar bæði fyrirtækin lögðu sitt af mörkum í hönnun á léttari og sparneytnari fólksflutningabílum.46% léttari yfirbygging Í þessu skyni framleiðir Alcoa t.d. burðarmiklar álfelgur sem eru sérstaklega hannaðar undir rútur og vörubíla sem eru talsvert léttari en stálfelgur. Einnig hannar fyrirtækið fjölmarga aðra innviði, svo sem gólf, þök, heilar grindur og grindarhluta, yfirbyggingar, festingar og fleira. Talið er að á dæmigerðum átján hjóla vöruflutningabíl geti álfelgur og ál á ýmsum stöðum í grind og yfirbyggingu bæði bíls og tengivagns dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 30 tonn á líftíma bílsins og vegna þungatakmarkana aukið mögulegt burðarmagn í hverri ferð um 1,5 tonn á móti minni eigin þyngd flutningabíls og tengivagns. Á ársgrundvelli stuðlar álið til lægri kostnaðar og betri nýtingar í vöruflutningum. Í strætisvagni sem Alcoa hannaði með Yutong var unnt að létta yfirbygginguna um 46%, en ásamt notkun áls víðar í vagninum dró í heild úr þyngd hans um 1.400 kg. Við það minnkaði eldsneytiseyðsla bílsins um 6% og í heild er áætlað að losun koltvísýrings í útblæstri minnki um 50 tonn á líftíma vagnsins.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent