Hagnaður Volvo eykst um 71% Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 10:45 Volvo XC90 jeppinn nýi. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Volvo um 25,7 milljarða króna og jókst hagnaður sænska bílaframleiðandans um 71% á milli ára. Veltan jókst um 12% og hagnaður af veltu nam 2,2%. Hjá Volvo er búist við því að enn meiri hagnaður verði á seinni helmingi ársins. Þessi ágæti árangur Volvo náðist þrátt fyrir staðnaða sölu í Kína, en góð eftirspurn eftir bílum Volvo í Evrópu náði að vinna upp vandann í Kína. Áætlanir Volvo er brattar og hyggst fyrirtækið ná 800.000 bíla sölu árið 2020 en í ár býst Volvo við að salan verði nálægt 500.000 bílum. Volvo ætlar að opna nýja verksmiðju í S-Karólínufylki í Bandaríkjunum árið 2018 og þar verða framleiddir 100.000 bílar á ári. Miklu máli skiptir fyrir Volvo það sem eftir lifir árs og á næsta ári að nýja Volvo XC90 jeppanum hefur verið frábærlega tekið og hafa nú þegar borist 57.000 pantanir í hann. Volvo á langt í land að ná bæði sölu og hagnaðarprósentu sem aðrir lúxusbílaframleiðendur í Evrópu ná. BMW seldi til að mynda 1,1 milljónir bíla á fyrri helmingi þessa árs og var með 8,9% hagnað af veltu og sú tala er hærri hjá Audi. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en höfuðstöðvar Volvo eru enn í Svíþjóð. Geely keypti Volvo af Ford árið 2010. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Volvo um 25,7 milljarða króna og jókst hagnaður sænska bílaframleiðandans um 71% á milli ára. Veltan jókst um 12% og hagnaður af veltu nam 2,2%. Hjá Volvo er búist við því að enn meiri hagnaður verði á seinni helmingi ársins. Þessi ágæti árangur Volvo náðist þrátt fyrir staðnaða sölu í Kína, en góð eftirspurn eftir bílum Volvo í Evrópu náði að vinna upp vandann í Kína. Áætlanir Volvo er brattar og hyggst fyrirtækið ná 800.000 bíla sölu árið 2020 en í ár býst Volvo við að salan verði nálægt 500.000 bílum. Volvo ætlar að opna nýja verksmiðju í S-Karólínufylki í Bandaríkjunum árið 2018 og þar verða framleiddir 100.000 bílar á ári. Miklu máli skiptir fyrir Volvo það sem eftir lifir árs og á næsta ári að nýja Volvo XC90 jeppanum hefur verið frábærlega tekið og hafa nú þegar borist 57.000 pantanir í hann. Volvo á langt í land að ná bæði sölu og hagnaðarprósentu sem aðrir lúxusbílaframleiðendur í Evrópu ná. BMW seldi til að mynda 1,1 milljónir bíla á fyrri helmingi þessa árs og var með 8,9% hagnað af veltu og sú tala er hærri hjá Audi. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en höfuðstöðvar Volvo eru enn í Svíþjóð. Geely keypti Volvo af Ford árið 2010.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent