Lífið

Biggi Lögga í óvænta heimsókn til 4. bekkinga

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá mynd af Bigga og krökkunum.
Hér má sjá mynd af Bigga og krökkunum. Mynd/Birgir
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, kíkti í óvænta heimsókn til 4. bekkinga fyrir tilstuðlan níu ára stúlku sem hann hitti fyrir jól.

Hann segir þetta vera einn helsta kostinn við lögreglustarfið. „Já, það eru líka forréttindi að vera lögga."„Fyrir jól fékk ég fréttir af einni dásamlegri 9 ára stelpu sem langaði mikið til að hitta löggu. Að sjálfsögðu leit ég í heimsókn til hennar og við áttum skemmtilegt spjall á meðan hún bar í mig piparkökur og góðgæti eins og enginn væri morgundagurinn," ritar Birgir á Facebook-síðu sína og heldur áfram:

„Hún var samt eðlilega pínu feimin sú stutta, enda ekki á hverjum degi sem löggan kemur í heimsókn í fullum skrúða. Í spjalli okkar spurði hún mig hvort ég gæti kannski komið í heimsókn í bekkinn hennar. Í framhaldinu hafði mamma hennar samband við skólann sem tók ljómandi vel í bón stúlkunnar og vildi endilega fá mig í heimsókn. Í morgun hitti ég svo þessa litlu vinkonu mína aftur og alla bekkjafélaga hennar. Stelpan tók fagnandi á móti mér, faðmaði mig og gaf mér pakka og dásamlegt bréf þar sem hún útskýrði gjöfina."

Hér að neðan má sjá bréfið sem hann fékk frá stúlkunni níu ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.