,,Allt á hjólum” í Fífunni um næstu helgi Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 16:37 Frá sýningunni Allt á hjólum árið 2013. Bílasýning Bílgreinasambandsins ,,Allt á hjólum” verður haldin í Fífunni um næstu helgi 9. og 10. maí. Þetta er í þriðja skipti sem sýningin er haldin en um 20.000 manns heimsóttu sýninguna þegar hún var haldin síðast árið 2013. ,,Það stefnir í stórglæsilega sýningu og aðstaðan er fyrsta flokks. Það má segja með sanni að bílaflóran hafi aldrei verið jafn spennandi og núna. Það verða spennandi frumsýningar og þá verða einnig bílar sérinnfluttir til landsins vegna hennar, m.a. keppnisbíll úr Dakar rallinu. Við ætlum að hafa ókeypis aðgang á sýninguna þannig að landsmenn geti komið og notið hennar og séð allt það nýjasta í bílageiranum. Við höfum lagt mikinn metnað í þessa sýningu í samstarfi við bílaumboðin og fjölmarga aðra aðila sem tengja bílageiranum,” segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandins. Hann segir að þótt aðaláherslan sé vissulega á bílana þá verði boðið upp á fjölmargt annað sem tengist bílum t.d. allt sem viðkemur bóni, þrifum, aukahlutum, vögnum og tjöldum á bíla. Þá verða fjármögnunarfyrirtæki með kynningar á sínni þjónustu og m.a. með nýjungar varðandi fjármögnun á bílakaupum. Þá verður Borgarholtsskóli með bás á sýningunni og mun kynna nám í bílgreinum. ,,Við vonumst til að sjá sem allra flesta og gerum okkur vonir um að slá aðsóknarmetið frá því fyrir tveimur árum þegar um 20 þúsund manns komu á sýninguna. Þetta verður sannkölluð stórsýning og viðburður sem enginn ætti að missa af,” segir Özur. Opið verður á sýninguna á laugardag kl. 11-18 og sunndag kl. 12-17. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Bílasýning Bílgreinasambandsins ,,Allt á hjólum” verður haldin í Fífunni um næstu helgi 9. og 10. maí. Þetta er í þriðja skipti sem sýningin er haldin en um 20.000 manns heimsóttu sýninguna þegar hún var haldin síðast árið 2013. ,,Það stefnir í stórglæsilega sýningu og aðstaðan er fyrsta flokks. Það má segja með sanni að bílaflóran hafi aldrei verið jafn spennandi og núna. Það verða spennandi frumsýningar og þá verða einnig bílar sérinnfluttir til landsins vegna hennar, m.a. keppnisbíll úr Dakar rallinu. Við ætlum að hafa ókeypis aðgang á sýninguna þannig að landsmenn geti komið og notið hennar og séð allt það nýjasta í bílageiranum. Við höfum lagt mikinn metnað í þessa sýningu í samstarfi við bílaumboðin og fjölmarga aðra aðila sem tengja bílageiranum,” segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandins. Hann segir að þótt aðaláherslan sé vissulega á bílana þá verði boðið upp á fjölmargt annað sem tengist bílum t.d. allt sem viðkemur bóni, þrifum, aukahlutum, vögnum og tjöldum á bíla. Þá verða fjármögnunarfyrirtæki með kynningar á sínni þjónustu og m.a. með nýjungar varðandi fjármögnun á bílakaupum. Þá verður Borgarholtsskóli með bás á sýningunni og mun kynna nám í bílgreinum. ,,Við vonumst til að sjá sem allra flesta og gerum okkur vonir um að slá aðsóknarmetið frá því fyrir tveimur árum þegar um 20 þúsund manns komu á sýninguna. Þetta verður sannkölluð stórsýning og viðburður sem enginn ætti að missa af,” segir Özur. Opið verður á sýninguna á laugardag kl. 11-18 og sunndag kl. 12-17.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent