Góð hlaup fyrir byrjendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. maí 2015 14:15 Elísabet Margeirsdóttir og litahlaupið í Beirút. vísir/stefán/getty „Hlaupasumarið byrjaði með Víðavangshlaupi ÍR sumardaginn fyrsta og svo fylgdi Vormaraþon Félags maraþonhlaupara strax í kjölfarið en það er alltaf vinsælt hlaup hjá langhlaupurum. Ég finn núna strax fyrir auknum áhuga hjá fólki og margir farnir að plana sumarhlaupin og ég er gríðarlega spennt fyrir hlaupasumrinu. Helst vildi ég taka þátt í sem flestum hlaupum og þá helst náttúruhlaupunum,“ segir Elísabet Margeirsdóttir en um þessar mundir eru landsmenn farnir að dusta rykið af hlaupaskónum og hjólunum fyrir sumarið. Meðal nýjunga í sumar verður einmitt Mt. Esja Maraþonið sem verður hluti af Mt. Esja Ultra hlaupinu sem fer fram í fjórða sinn þann 20. júní og er Elísabet ein skipuleggjenda þess hlaups. „Við erum mjög stolt að kynna fyrsta fjallamaraþon landsins sem verður veisla fyrir alla náttúruunnendur og ævintýrafólk. Keppendur munu hlaupa mjög fjölbreytta 42 km langa leið við rætur fjallsins og í fjallinu sjálfu. Það verður spennandi að fylgjast með hlaupurum og við hvetjum áhugasama um að koma og fylgjast með við Esjurætur,“ segir Elísabet. „Einnig er ég mjög spennt að prófa The Color Run hlaupið og ætli það verði ekki einhvers konar djamm hlauparans sem dregur alla vini og fjölskyldu með til að kynna þessu frábæru hreyfingu og útivist. Það er alla vega góð tilbreyting að fara í stórt hlaup með fullt af fólki þar sem einblínt er á gleði og gaman og á sama tíma tekið smá frí frá klukkunni og hraðamælingum.“ Elísabet segir að The Color Run sé sérstaklega spennandi fyrir þá sem gera ekki mikið af því að hlaupa og því fullkomið hlaup til að prófa. „Ég mun hvetja alla sem ég þekki til að skella sér í þetta hlaup og þá sérstaklega þá sem eru ekki alveg komnir af stað en langar að prófa.“ „Fimm kílómetrar er vegalengt sem getur hentað öllum og fyrir þá sem eru rétt að byrja væri gott að skokka í 1-2 mínútur í einu, ganga á móti í 3-5 mínútur og stoppa svo í stutta stund á öllum litastöðvunum og auðvitað spjalla við þá sem maður hittir. Allir byrjendur ættu að byrja að hlaupa á spjallhraða og litahlaupið er ábyggilega frábært hlaup til að æfa sig að vera á spjallhraðanum,“ segir Elísabet að lokum. Tengdar fréttir Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00 Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30 Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Hlaupasumarið byrjaði með Víðavangshlaupi ÍR sumardaginn fyrsta og svo fylgdi Vormaraþon Félags maraþonhlaupara strax í kjölfarið en það er alltaf vinsælt hlaup hjá langhlaupurum. Ég finn núna strax fyrir auknum áhuga hjá fólki og margir farnir að plana sumarhlaupin og ég er gríðarlega spennt fyrir hlaupasumrinu. Helst vildi ég taka þátt í sem flestum hlaupum og þá helst náttúruhlaupunum,“ segir Elísabet Margeirsdóttir en um þessar mundir eru landsmenn farnir að dusta rykið af hlaupaskónum og hjólunum fyrir sumarið. Meðal nýjunga í sumar verður einmitt Mt. Esja Maraþonið sem verður hluti af Mt. Esja Ultra hlaupinu sem fer fram í fjórða sinn þann 20. júní og er Elísabet ein skipuleggjenda þess hlaups. „Við erum mjög stolt að kynna fyrsta fjallamaraþon landsins sem verður veisla fyrir alla náttúruunnendur og ævintýrafólk. Keppendur munu hlaupa mjög fjölbreytta 42 km langa leið við rætur fjallsins og í fjallinu sjálfu. Það verður spennandi að fylgjast með hlaupurum og við hvetjum áhugasama um að koma og fylgjast með við Esjurætur,“ segir Elísabet. „Einnig er ég mjög spennt að prófa The Color Run hlaupið og ætli það verði ekki einhvers konar djamm hlauparans sem dregur alla vini og fjölskyldu með til að kynna þessu frábæru hreyfingu og útivist. Það er alla vega góð tilbreyting að fara í stórt hlaup með fullt af fólki þar sem einblínt er á gleði og gaman og á sama tíma tekið smá frí frá klukkunni og hraðamælingum.“ Elísabet segir að The Color Run sé sérstaklega spennandi fyrir þá sem gera ekki mikið af því að hlaupa og því fullkomið hlaup til að prófa. „Ég mun hvetja alla sem ég þekki til að skella sér í þetta hlaup og þá sérstaklega þá sem eru ekki alveg komnir af stað en langar að prófa.“ „Fimm kílómetrar er vegalengt sem getur hentað öllum og fyrir þá sem eru rétt að byrja væri gott að skokka í 1-2 mínútur í einu, ganga á móti í 3-5 mínútur og stoppa svo í stutta stund á öllum litastöðvunum og auðvitað spjalla við þá sem maður hittir. Allir byrjendur ættu að byrja að hlaupa á spjallhraða og litahlaupið er ábyggilega frábært hlaup til að æfa sig að vera á spjallhraðanum,“ segir Elísabet að lokum.
Tengdar fréttir Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00 Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30 Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00
Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30
Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45