Handbolti

Sigurjón hættir með karlaliðinu og fer að þjálfa kvennaliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurjón svífur inn úr horninu.
Sigurjón svífur inn úr horninu. vísir/daníel
Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta.

Sigurjón tekur við af Björgvini Rúnarssyni sem hætti með liðið áður en tímabilið í ár kláraðist. Ljóst er að Sigurjóns bíður erfitt verkefni en ÍR fékk aðeins eitt stig í 22 leikjum í vetur og endaði í neðsta sæti deildarinnar.

Þetta er fyrsta þjálfarastarf Sigurjóns í meistaraflokki. Hann hefur leikið með karlaliði ÍR undanfarin þrjú ár en hyggst leggja skóna á hilluna til að einbeita sér að þjálfuninni.

Sigurjón var Íslandsmeistari með HK 2012 og bikarmeistari með ÍR árið eftir.

Þá hefur Silja Ísberg gengið í raðir ÍR á ný frá Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×