Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2015 09:19 Hrafn Haukssson með fallegan urriða úr ferðinni í Minnivallalæk Minnivallalækur er ein af þessum ám sem er mjög viðkvæm og þarf að nálgast varlega en í ánni liggja stórir urriðar sem geta verið ansi vandlátir. Það sem hefur reynst veiðimönnum best í Minnivallalæk er að vera með pínulitlar flugur, eins granna tauma og menn treysta, nettar græjur og svo borgar sig að vera bæði þolinmóður og geta lesið vatnið. Þeir sem ná góðum tökum á Minnivallalæk hreinlega falla fyrir honum enda er vandfundin á sem er jafn gaman að veiða þar sem veiðivonin er urriði upp í 10 kíló. Og þessir stóru drekar eru ekkert vandfundnir í ánni. Þú sérð þá oft með berum augum en að fá þá til að taka er allt annað mál. Einn af þeim sem er farinn að þekkja Minnivallalæk vel er Hrafn Hauksson en hann hefur í vor líklega bókað um helming veiðinnar í ánni undir sínu nafni og hefur hann náð sérstaklega góðum tökum á þessum vandlátasta urriða Íslands. Hann sendi Veiðivísi smá póst um nýlega ferð í lækinn.Við ákváðum á fimmtudeginum að skjótast austur í einn dag. Auglýst höfðu verið laus leyfi um helgina og þar sem þetta er flottur tími ákváðum við að skella okkur á dag. Þar sem veðurspáin var góð settum við okkur það markmið að veiða eins mikið á litlu stangirnar okkar, 7,6 feta þrist og 8 feta fjarka. Við keyrðum austur á föstudagskvöldi og vorum komnir um 9. Við tókum nokkur köst um kvöldið og tókst félaganum (Jóa) að slíta upp svaka fisk, 68 cm löngum hæng.Við fórum því sáttir að sofa um kvöldið eftir ógurlega hamborgara (örugglega 2000 kaloríur stykkið!) og góða Indiana Jones mynd.Einhverra hluta vegna sváfum við talsvert út eða til kl. 9. Kannski voru það átökin við að melta hamborgarana... Það hefðum við heldur betur ekki átt að gera þar sem veðurspáin gekk ekki eftir heldur var miklu betra veður! 12 Stiga hiti og örlítil gjóla. Við allavega byrjuðum í Stöðvarhyl. Þar lyggja oft hörku drekar alveg við bakkann í litlum holum. Í þessum holum sáum við einmitt tvo fiska, annan milli 65-70 cm og hinn hátt í 80 cm. Ekki tóku þeir og styggðust að lokum. Við færðum okkur því upp hylinn og köstuðum á heitustu blettina. Þar setur Jói í annan fisk, 59 cm langann og með fallegri fiskum sem ég hef séð í langann tíma.Við tökum eftir því að í baráttunni við fiskinn eltir annar miklu stærri. 75 cm fiskur skutum við á... Eftir að hafa landað þessum 59 cm tökum við eftir að þessi stóri er lagstur um 6 metrum fyrir ofan okkur. Ég lá í fullkomnu kastfæri við fiskinn og byrja því að kasta. Ekkert gekk í fyrstu umferð svo ég skipti um flugu. Ég set heimatilbúna gráa púpu nr. 20 undir og 6 punda taum. Eftir nokkur köst tekur fiskurinn og tryllist, æðir upp hylinn og hinumegin við litlu eyjuna á öndverðum bakka. Ég rýk upp fyrir hylinn og yfir, upp á bakkann hinumegin og næ að koma í veg fyrir að hann festi í eyjunni. Jói kemur á eftir mér og við löndum fiskinum eftir talsverða baráttu. 78 cm takk fyrir! Og þar að auki á púpu nr. 20, 6 punda taum og þrist!. Geggjaður fiskur og sá lang flottasti sem ég hef fengið í ánni.Eftir hlaupin uppi á háa bakkanum fannst okkur mjög líklegt að hylurinn væri sprunginn. Við færum okkur því upp á Húsabreiðu. Þar sjáum við strax að nóg er af fiski á breiðunni. Hann var í stanslausum uppítökum um alla breiðu, mikið 3-5 punda fiskar. Þarna virtist ekkert virka nema pínulitlar brúnar púpur, Héraeyra og Pheasant tail nr. 18 og 22. Þetta skilaði okkur 5 fiskum, 44-58 cm löngum. Gullfallegir urriðar eins og þeir gerast flottastir!Við ákváðum að hvíla Stöðvarhylinn til kvölds svo við röltum niðureftir ánni að Arnarhólssvæðinu. Við ákváðum að kasta bara á uppítökur en þar sem lítið var um þær og við urðum að leggja af stað heim um kl. 17 ákváðum við að rúlla aftur upp í Stöðvarhyl. Þar setjum við í 4 fiska en missum 3. Jói landaði þessum eina og merkilegt nokk var þetta sami 68 cm fiskur og hann fékk kvöldið áður. Stórskemmtilegur endir á svo til fullkomnum degi! Veiða-sleppa virkar! Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði
Minnivallalækur er ein af þessum ám sem er mjög viðkvæm og þarf að nálgast varlega en í ánni liggja stórir urriðar sem geta verið ansi vandlátir. Það sem hefur reynst veiðimönnum best í Minnivallalæk er að vera með pínulitlar flugur, eins granna tauma og menn treysta, nettar græjur og svo borgar sig að vera bæði þolinmóður og geta lesið vatnið. Þeir sem ná góðum tökum á Minnivallalæk hreinlega falla fyrir honum enda er vandfundin á sem er jafn gaman að veiða þar sem veiðivonin er urriði upp í 10 kíló. Og þessir stóru drekar eru ekkert vandfundnir í ánni. Þú sérð þá oft með berum augum en að fá þá til að taka er allt annað mál. Einn af þeim sem er farinn að þekkja Minnivallalæk vel er Hrafn Hauksson en hann hefur í vor líklega bókað um helming veiðinnar í ánni undir sínu nafni og hefur hann náð sérstaklega góðum tökum á þessum vandlátasta urriða Íslands. Hann sendi Veiðivísi smá póst um nýlega ferð í lækinn.Við ákváðum á fimmtudeginum að skjótast austur í einn dag. Auglýst höfðu verið laus leyfi um helgina og þar sem þetta er flottur tími ákváðum við að skella okkur á dag. Þar sem veðurspáin var góð settum við okkur það markmið að veiða eins mikið á litlu stangirnar okkar, 7,6 feta þrist og 8 feta fjarka. Við keyrðum austur á föstudagskvöldi og vorum komnir um 9. Við tókum nokkur köst um kvöldið og tókst félaganum (Jóa) að slíta upp svaka fisk, 68 cm löngum hæng.Við fórum því sáttir að sofa um kvöldið eftir ógurlega hamborgara (örugglega 2000 kaloríur stykkið!) og góða Indiana Jones mynd.Einhverra hluta vegna sváfum við talsvert út eða til kl. 9. Kannski voru það átökin við að melta hamborgarana... Það hefðum við heldur betur ekki átt að gera þar sem veðurspáin gekk ekki eftir heldur var miklu betra veður! 12 Stiga hiti og örlítil gjóla. Við allavega byrjuðum í Stöðvarhyl. Þar lyggja oft hörku drekar alveg við bakkann í litlum holum. Í þessum holum sáum við einmitt tvo fiska, annan milli 65-70 cm og hinn hátt í 80 cm. Ekki tóku þeir og styggðust að lokum. Við færðum okkur því upp hylinn og köstuðum á heitustu blettina. Þar setur Jói í annan fisk, 59 cm langann og með fallegri fiskum sem ég hef séð í langann tíma.Við tökum eftir því að í baráttunni við fiskinn eltir annar miklu stærri. 75 cm fiskur skutum við á... Eftir að hafa landað þessum 59 cm tökum við eftir að þessi stóri er lagstur um 6 metrum fyrir ofan okkur. Ég lá í fullkomnu kastfæri við fiskinn og byrja því að kasta. Ekkert gekk í fyrstu umferð svo ég skipti um flugu. Ég set heimatilbúna gráa púpu nr. 20 undir og 6 punda taum. Eftir nokkur köst tekur fiskurinn og tryllist, æðir upp hylinn og hinumegin við litlu eyjuna á öndverðum bakka. Ég rýk upp fyrir hylinn og yfir, upp á bakkann hinumegin og næ að koma í veg fyrir að hann festi í eyjunni. Jói kemur á eftir mér og við löndum fiskinum eftir talsverða baráttu. 78 cm takk fyrir! Og þar að auki á púpu nr. 20, 6 punda taum og þrist!. Geggjaður fiskur og sá lang flottasti sem ég hef fengið í ánni.Eftir hlaupin uppi á háa bakkanum fannst okkur mjög líklegt að hylurinn væri sprunginn. Við færum okkur því upp á Húsabreiðu. Þar sjáum við strax að nóg er af fiski á breiðunni. Hann var í stanslausum uppítökum um alla breiðu, mikið 3-5 punda fiskar. Þarna virtist ekkert virka nema pínulitlar brúnar púpur, Héraeyra og Pheasant tail nr. 18 og 22. Þetta skilaði okkur 5 fiskum, 44-58 cm löngum. Gullfallegir urriðar eins og þeir gerast flottastir!Við ákváðum að hvíla Stöðvarhylinn til kvölds svo við röltum niðureftir ánni að Arnarhólssvæðinu. Við ákváðum að kasta bara á uppítökur en þar sem lítið var um þær og við urðum að leggja af stað heim um kl. 17 ákváðum við að rúlla aftur upp í Stöðvarhyl. Þar setjum við í 4 fiska en missum 3. Jói landaði þessum eina og merkilegt nokk var þetta sami 68 cm fiskur og hann fékk kvöldið áður. Stórskemmtilegur endir á svo til fullkomnum degi! Veiða-sleppa virkar!
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði