Baldur og Aðalsteinn Íslandsmeistarar í ralli Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 13:22 Baldur og Aðalsteinn á fullu gasi í keppni helgarinnar. Um helgina fór fram lokaumferð Íslandsmótsins í rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir um Skjaldbreiðarveg og Kaldadal. Spennan var mikil því ljóst var að í lok dags myndu úrslit um Íslandsmeistaratitla ráðast í þremur flokkum, jeppaflokki, non-turbo-flokki og heildarkeppninni en í þeim flokki teljast allir þeir bílar sem keppa, óháð afli og útbúnaði. Mikið hafði rignt dagana fyrir keppni og eins var því farið á keppnisdaginn á laugardag, auk þess sem all hvasst var. Aðstæður voru því erfiðar, vegir bæði mjúkir og ósléttir en keppendur létu það ekki á sig fá enda dýrmæt stig í boði. Barist var af öllu afli en andstætt síðustu umferð var einungis ein áhöfn sem ekki lauk keppni. Úrslit í keppni helgarinnar urðu þau að Daníel og Ásta Sigurðarbörn höfðu sigur með yfirburðum. Þau óku nú í fyrsta skipti á nýjum Subaru bíl sínum en í öðru sæti urðu Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson. Í því þriðja lentu Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson en þeir hafa lent í miklum hrakförum í sumar. Í heildarkeppni voru Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson í forystu fyrir umferðina. Daníel og Ásta fylgdu fast á hæla þeim en þurftu sigur til að eiga möguleika. Þeim Baldri og Aðalsteini dugði sjötta sætið en þessir þaulreyndu ökumenn óku hratt og örugglega í annað sætið og eru því Íslandsmeistarar, annað árið í röð. Ljóst var í lok dags hverjir hömpuðu Íslandsmeistaratitlum í hverjum flokki. Í jeppaflokki urðu Þorkell Símonarson og Anna María Sighvatsdóttir stigahæst og því meistarar. Þess má geta að þetta er fyrsta keppnissumar Önnu Maríu. Í flokki non-turbo bíla sigruðu þau Baldur Arnar Hlöðversson og Hanna Rún Ragnarsdóttir eftir harða baráttu við hjónin Ólaf Þór Ólafsson og Tinnu Rós Vilhjálmsdóttur. Draumur Óla og Tinnu varð að engu eftir að dekk sprakk á þriðju sérleið. Þau Baldur og Hanna Rún létu meistaratitil ekki nægja heldur óku þau einnig til góðs, en fyrir keppni söfnuðu þau áheitum fyrir hvern ekinn kílómeter. Var það til styrktar Bleiku slaufunni og hafa nú þegar safnast 100 þúsund krónur. Hægt er að styrkja söfnunina til 21. október á reikninginn 0324-26-042709, kt. 221294-2709. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent
Um helgina fór fram lokaumferð Íslandsmótsins í rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir um Skjaldbreiðarveg og Kaldadal. Spennan var mikil því ljóst var að í lok dags myndu úrslit um Íslandsmeistaratitla ráðast í þremur flokkum, jeppaflokki, non-turbo-flokki og heildarkeppninni en í þeim flokki teljast allir þeir bílar sem keppa, óháð afli og útbúnaði. Mikið hafði rignt dagana fyrir keppni og eins var því farið á keppnisdaginn á laugardag, auk þess sem all hvasst var. Aðstæður voru því erfiðar, vegir bæði mjúkir og ósléttir en keppendur létu það ekki á sig fá enda dýrmæt stig í boði. Barist var af öllu afli en andstætt síðustu umferð var einungis ein áhöfn sem ekki lauk keppni. Úrslit í keppni helgarinnar urðu þau að Daníel og Ásta Sigurðarbörn höfðu sigur með yfirburðum. Þau óku nú í fyrsta skipti á nýjum Subaru bíl sínum en í öðru sæti urðu Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson. Í því þriðja lentu Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson en þeir hafa lent í miklum hrakförum í sumar. Í heildarkeppni voru Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson í forystu fyrir umferðina. Daníel og Ásta fylgdu fast á hæla þeim en þurftu sigur til að eiga möguleika. Þeim Baldri og Aðalsteini dugði sjötta sætið en þessir þaulreyndu ökumenn óku hratt og örugglega í annað sætið og eru því Íslandsmeistarar, annað árið í röð. Ljóst var í lok dags hverjir hömpuðu Íslandsmeistaratitlum í hverjum flokki. Í jeppaflokki urðu Þorkell Símonarson og Anna María Sighvatsdóttir stigahæst og því meistarar. Þess má geta að þetta er fyrsta keppnissumar Önnu Maríu. Í flokki non-turbo bíla sigruðu þau Baldur Arnar Hlöðversson og Hanna Rún Ragnarsdóttir eftir harða baráttu við hjónin Ólaf Þór Ólafsson og Tinnu Rós Vilhjálmsdóttur. Draumur Óla og Tinnu varð að engu eftir að dekk sprakk á þriðju sérleið. Þau Baldur og Hanna Rún létu meistaratitil ekki nægja heldur óku þau einnig til góðs, en fyrir keppni söfnuðu þau áheitum fyrir hvern ekinn kílómeter. Var það til styrktar Bleiku slaufunni og hafa nú þegar safnast 100 þúsund krónur. Hægt er að styrkja söfnunina til 21. október á reikninginn 0324-26-042709, kt. 221294-2709.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent