BMW verkmiðja knúin kúaskít Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 09:46 Kúaskítur verður að rafmagni fyrir verksmiðju BMW í S-Afríku. Wallino Verksmiðja BMW í S-Afríku verður að stórum hluta knúin gasi sem uppruninn er í kúaskít. BMW hefur það markmið að öll starfsemi þeirra sé knúin endurnýjanlegum orkugjöfum og notkun gassins í verksmiðju fyrirtækisins í S-Afríku færir það nær þessu takmarki. Samningur BMW um notkun gassins tekur til næstu 10 ára og úr gasinu verður framleidd 4,4 megavött af rafmagni. Verksmiðja BMW er í nágrenni Pretoria, höfuðborg S-Afríku og framleiðsla rafmagnsins fer fram í 80 kílómetra fjarlægð frá henni. Úrgangur úr um 30.000 nautgripum knýja þetta sérstaka orkuver og auk úrgangsins úr þeim kemur einnig við sögu annar lífrænn úrgangur sem safnað er af svæðinu í nágrenni hennar. BMW segir að nú sé 51% allrar þeirrar orku sem fyrirtækið notar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum og það hutfall muni aukast enn á næstunni, ekki síst með aukinni notkun sólarorku. Í verksmiðjunni í S-Afríku eru framleiddir ríflega 60.000 BMW 3-series bílar á ári sem seldir eru bæði innanlands í S-Afríku og til útflutnings til annarra landa og frá upphafi hafi þessi verksmiðja framleitt eina milljón bíla. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent
Verksmiðja BMW í S-Afríku verður að stórum hluta knúin gasi sem uppruninn er í kúaskít. BMW hefur það markmið að öll starfsemi þeirra sé knúin endurnýjanlegum orkugjöfum og notkun gassins í verksmiðju fyrirtækisins í S-Afríku færir það nær þessu takmarki. Samningur BMW um notkun gassins tekur til næstu 10 ára og úr gasinu verður framleidd 4,4 megavött af rafmagni. Verksmiðja BMW er í nágrenni Pretoria, höfuðborg S-Afríku og framleiðsla rafmagnsins fer fram í 80 kílómetra fjarlægð frá henni. Úrgangur úr um 30.000 nautgripum knýja þetta sérstaka orkuver og auk úrgangsins úr þeim kemur einnig við sögu annar lífrænn úrgangur sem safnað er af svæðinu í nágrenni hennar. BMW segir að nú sé 51% allrar þeirrar orku sem fyrirtækið notar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum og það hutfall muni aukast enn á næstunni, ekki síst með aukinni notkun sólarorku. Í verksmiðjunni í S-Afríku eru framleiddir ríflega 60.000 BMW 3-series bílar á ári sem seldir eru bæði innanlands í S-Afríku og til útflutnings til annarra landa og frá upphafi hafi þessi verksmiðja framleitt eina milljón bíla.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent