Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 18:00 Fyrir dómi í dag kom fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings, hóf skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni í héraðsdómi í dag. Birnir var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn hlutabréfa í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Átti að halda góðum seljanleika Starf Birnis fólst í því að eiga viðskipti með hlutabréf, meðal annars í Kaupþingi. Kvaðst hann aðallega hafa átt viðskipti með bréfin á íslenska markaðnum en tilgangur viðskiptanna var að sögn Birnis að halda góðum seljanleika í bréfunum. Sú háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru á að hafa verið að undirlagi yfirmanna hans, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Til að leiða í ljós að háttsemin hafi að sönnu verið að undirlagi yfirmanna spurði saksóknari Birni út í hversu mikil samskipti hann hafi átt við þá og hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað.Ræddu saman 12 sinnum á dag skömmu fyrir hrun Um hvort að samskipti við Ingólf hafi verið mikil sagði Birnir: „Já, þau voru þó nokkur. [...] Þau voru í borðsíma, með meili, smsum. [...] Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mörg smsin voru og ég get ekki svarað hvort að samskiptin hafi eitthvað breyst á ákærutímabilinu.” Saksóknari sagði þá gögn málsins sýna að samskiptin hafi aukist mikið í ágúst 2008 og verið nokkuð meiri en áður mánuðina tvo fyrir hrun. Sýndi hann meðal annars yfirlit yfir samskipti Birnis og Ingólfs í gegnum farsíma og sást þar að í vikunni 15.-19. september 2008 ræddu þeir að meðaltali saman 12 sinnum á dag. Spurði Björn hvort eitthvað rifjaðist upp varðandi breytingu á samskiptunum en Birnir sagði svo ekki vera þótt hann rengdi ekki tölurnar í skjalinu. Þá sagðist hann einnig hafa átt í nokkuð tíðum samskiptum við Hreiðar Má sem tengdust viðskiptum með yfirstjórnarsafn bankans. Birnir sagði að samskipti við Sigurð Einarsson hafi verið engin nema það að hann var viðtakandi að tölvupóstum sem voru sendir.„Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann” Líkt og áður við aðalmeðferðina var nokkuð mikill fjölda símtala spilaður í dómssal í dag. Mörg þeirra voru tekin upp við rannsókn málsins í maí 2010 og kenndi þar ýmissa grasa. Kom meðal annars fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Í einu símtalanna ræðir Birnir aðkomu Einars Pálma og Ingólfs að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi: „Ingólfur var í miklu sambandi við Einar og Einar kom alltaf til okkar. [...] Einar var alltaf í gemsanum og að fara upp og kom svo til okkar.” Síðar í símtalinu segir Birnir að honum og Pétri hafi ekki fundist þetta „eðlilegt” og að þeir hafi rætt það við Einar Pálma á sínum tíma. „Okkur var farið að þykja þetta óþægilegt og vildum hopa hraðar [...] þetta var bara stefnan og við treystum okkar yfirmönnum.” Í öðru símtali frá maí 2010 ræðir Birnir við Einar Pálma og segist „ekkert viss um að Ingólfur sé sekur.” Einar Pálmi tekur undir það: „Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings, hóf skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni í héraðsdómi í dag. Birnir var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn hlutabréfa í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Átti að halda góðum seljanleika Starf Birnis fólst í því að eiga viðskipti með hlutabréf, meðal annars í Kaupþingi. Kvaðst hann aðallega hafa átt viðskipti með bréfin á íslenska markaðnum en tilgangur viðskiptanna var að sögn Birnis að halda góðum seljanleika í bréfunum. Sú háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru á að hafa verið að undirlagi yfirmanna hans, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Til að leiða í ljós að háttsemin hafi að sönnu verið að undirlagi yfirmanna spurði saksóknari Birni út í hversu mikil samskipti hann hafi átt við þá og hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað.Ræddu saman 12 sinnum á dag skömmu fyrir hrun Um hvort að samskipti við Ingólf hafi verið mikil sagði Birnir: „Já, þau voru þó nokkur. [...] Þau voru í borðsíma, með meili, smsum. [...] Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mörg smsin voru og ég get ekki svarað hvort að samskiptin hafi eitthvað breyst á ákærutímabilinu.” Saksóknari sagði þá gögn málsins sýna að samskiptin hafi aukist mikið í ágúst 2008 og verið nokkuð meiri en áður mánuðina tvo fyrir hrun. Sýndi hann meðal annars yfirlit yfir samskipti Birnis og Ingólfs í gegnum farsíma og sást þar að í vikunni 15.-19. september 2008 ræddu þeir að meðaltali saman 12 sinnum á dag. Spurði Björn hvort eitthvað rifjaðist upp varðandi breytingu á samskiptunum en Birnir sagði svo ekki vera þótt hann rengdi ekki tölurnar í skjalinu. Þá sagðist hann einnig hafa átt í nokkuð tíðum samskiptum við Hreiðar Má sem tengdust viðskiptum með yfirstjórnarsafn bankans. Birnir sagði að samskipti við Sigurð Einarsson hafi verið engin nema það að hann var viðtakandi að tölvupóstum sem voru sendir.„Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann” Líkt og áður við aðalmeðferðina var nokkuð mikill fjölda símtala spilaður í dómssal í dag. Mörg þeirra voru tekin upp við rannsókn málsins í maí 2010 og kenndi þar ýmissa grasa. Kom meðal annars fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Í einu símtalanna ræðir Birnir aðkomu Einars Pálma og Ingólfs að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi: „Ingólfur var í miklu sambandi við Einar og Einar kom alltaf til okkar. [...] Einar var alltaf í gemsanum og að fara upp og kom svo til okkar.” Síðar í símtalinu segir Birnir að honum og Pétri hafi ekki fundist þetta „eðlilegt” og að þeir hafi rætt það við Einar Pálma á sínum tíma. „Okkur var farið að þykja þetta óþægilegt og vildum hopa hraðar [...] þetta var bara stefnan og við treystum okkar yfirmönnum.” Í öðru símtali frá maí 2010 ræðir Birnir við Einar Pálma og segist „ekkert viss um að Ingólfur sé sekur.” Einar Pálmi tekur undir það: „Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira