Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Guðrún Ansnes skrifar 22. apríl 2015 08:00 Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir samhent í Vegas. „Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel. Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
„Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel.
Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19
Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14
Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30