Aníta getur unnið í þriðja sinn í hundraðasta Víðavangshlaupi ÍR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Fréttablaðið/Getty ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup. Þetta tímamótahlaup verður líka algjört methlaup því aldrei hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Víðavangshlaup ÍR og enn er tími til þess að skrá sig. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis í kvöld en síðan verður skráning í Hörpunni frá kl. 9.30 til 11.00 á morgun, sjálfan hlaupadaginn. Hlaupaleiðin er ný en hún er 5 kílómetra löng og liggur um hjarta borgarinnar. Hlaupið er ræst í Tryggvagötunni og meðal annars er hlaupið upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina áleiðis í mark við Arnarhól. Alls hefur 9.281 hlaupari tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Það eru allar líkur á því að tíuþúsundasti hlauparinn komi í mark á morgun. Hlaupari sem kemur í mark í 719. sæti mun fá sérstök verðlaun sem hlaupari númer 10.000 frá upphafi. Hin frábæra hlaupakona Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður meðal keppenda í ár. Aníta sigraði í kvennaflokki árin 2012 og 2013 og á nú möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera ung að árum. Líklegustu keppinautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR, María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir. Kári Steinn Karlsson úr ÍR, besti langhlaupari landsins, keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi tveimur dögum síðar. Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR að ræsa hlaupið kl. 12.00 á fimmtudag í Tryggvagötu. Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson, ÍR, Sæmundur Ólafsson, ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, og Ingvar Hjartarson, Fjölni. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup. Þetta tímamótahlaup verður líka algjört methlaup því aldrei hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Víðavangshlaup ÍR og enn er tími til þess að skrá sig. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis í kvöld en síðan verður skráning í Hörpunni frá kl. 9.30 til 11.00 á morgun, sjálfan hlaupadaginn. Hlaupaleiðin er ný en hún er 5 kílómetra löng og liggur um hjarta borgarinnar. Hlaupið er ræst í Tryggvagötunni og meðal annars er hlaupið upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina áleiðis í mark við Arnarhól. Alls hefur 9.281 hlaupari tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Það eru allar líkur á því að tíuþúsundasti hlauparinn komi í mark á morgun. Hlaupari sem kemur í mark í 719. sæti mun fá sérstök verðlaun sem hlaupari númer 10.000 frá upphafi. Hin frábæra hlaupakona Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður meðal keppenda í ár. Aníta sigraði í kvennaflokki árin 2012 og 2013 og á nú möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera ung að árum. Líklegustu keppinautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR, María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir. Kári Steinn Karlsson úr ÍR, besti langhlaupari landsins, keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi tveimur dögum síðar. Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR að ræsa hlaupið kl. 12.00 á fimmtudag í Tryggvagötu. Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson, ÍR, Sæmundur Ólafsson, ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, og Ingvar Hjartarson, Fjölni.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti