Haukakonur unnu átta marka sigur á ÍR á útivelli í Olís-deild kvenna í kvöld en eftir að liðin fóru jöfn inn í hálfleik gerði góður seinni hálfleikur útslagið fyrir Haukakonur.
Jafnræði var með liðunum framan af og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 14-14. Þá settu Haukakonur einfaldlega í fluggír og keyrðu yfir ÍR-inga í seinni hálfleik og unnu að lokum átta marka sigur.
María Karlsdóttir var atvkæðamest í liði Hauka með níu mörk en Ramune Pekarskyte bætti við sjö mörkum í liði Hauka.
Í liði ÍR var Brynhildur Kjartansdóttir markahæst með sjö mörk en næst kom Karen Tinna Demian með sex mörk.
Afturelding er enn án sigurs í Olís-deild kvenna eftir 24-25 tap gegn Fjölni á heimavelli í dag en úrslitin voru ekki klár fyrr en undir lok leiksins.
Afturelding var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náði mest þriggja marka forskoti í stöðunni 7-4 en Fjölnisliðinu tókst að svara og ná forskotinu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 10-11.
Fjölniskonur virtust ætla að gera út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks þegar þær náðu fjögurra marka forskoti en Mosfellskonur gáfust ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Fengu þær tækifæri til þess að jafna metin á lokamínútunni en sóknin gekk ekki upp.
Díana Kristín Sigmarsdóttir var frábær í Fjölnisliðinu með 10 mörk en Berglind Benediktsdóttir bætti við sex mörkum.
Í liði Aftureldingar var það Hekla Ingunn Daðadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk en næstar komu Telma Rut Frímannsdóttir og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir með þrjú mörk.
Góður seinni hálfleikur gerði útslagið í sigri Hauka | Úrslit dagsins
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
