Lífið

Heimsókn í heild sinni: Glæsileg eldhúsinnrétting úr parketi hjá eiganda Culiacan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sólveig Guðmundsdóttir, eigandi veitingastaðarins Culiacan, býr í fallegu húsi í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir rúmu ári síðan ákvað hún að breyta húsinu og setja upp nýtt eldhús.

Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Sólveigar fyrir og eftir breytingarnar en í húsinu er nú glæsilegt hringlaga eldhús.

Breytingarnar tóku heilt ár, meðal annars vegna þess að það tók Sólveigu tíma að finna rétta viðinn í eldhúsinnréttinguna. Hún fann hann þó að lokum og er hann nokkuð óhefðbundinn.

„Ég fann út að það er til rosalega mikið af flottu plankaparketi. Þannig að það má labba á þessu ef þú getur,“ segir Sólveig létt í bragði.

Þáttinn má sjá sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Heimsókn í heild sinni: Allt tekið í gegn frá A til Ö

"Þetta kostaði næstum því helmingi meira en það átti að gera, en var þess virði,“ segir umboðsmaðurinn Arnar Freyr Theodórsson sem býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í fallegu húsi í Hafnarfirði sem tekið var í gegn frá A til Ö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.