Lífið

Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum

Birgir Olgeirsson skrifar
Nick Cave
Nick Cave Vísir/Getty
Sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave lét lífið eftir að hafa fallið fram af kletti í Sussex-sýslu á Englandi í gær. Á vef breska dagblaðsins The Independent er haft eftir lögreglunni að hinn fimmtán ára gamli Arthur Cave hefði látið lífið eftir að hafa fallið fram af kletti við Ovingdean Gap.

Vegfarendur komu auga á drenginn klukkan sex að morgni  og veittu fyrstu hjálp þegar þeim varð ljóst að hann væri lífshættulega slasaður. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af völdum áverka sinna.

Nick Cave og eiginkona hans Susie Bick sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau minntust sonar síns hlýlega og báðu um að einkalíf fjölskyldunnar yrði virt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.