Hannes: Stór stund fyrir svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:30 Hannes S. Jónsson og Jón Arnór Stefánsson benda á það að íslenski fáninn er á öllum skjáum í Mercedens Benz höllini. Vísir/Valli Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30
Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00
Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45
Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00
Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00
Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum