Ein helsta Snapchat stjarna heims: Vill kynna landið sem hann elskar fyrir allri heimsbyggðinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. september 2015 08:30 Chris Carmichael hefur vakið gríðarlega athygli með frammistöðu sinni á Snapchat. „Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann. Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann.
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira