Ungfrú Ísland í 65. skipti Guðrún Ansnes skrifar 5. september 2015 08:30 Tanja Ýr sigraði keppnina árið 2013 og mun krýna stúlkuna sem hlýtur titilinn í ár. Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“ Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira