Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Leiknir 0-0 | Markalaust í Kópavogi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. ágúst 2015 00:01 vísir/anton Breiðablik tapaði dýrmætum stigum þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn frábærlega og sótti án afláts. Liðið fékk fjölda færa og var Atli Sigurjónsson iðulega arkitektinn á bak við þau. Breiðablik náði ekki að nýta færin en Eyjólfur Tómasson varði vel í marki gestanna sem náðu að skipuleggja sig upp á nýtt um miðbik fyrri hálfleiks og loka fyrir lekann í vörninni. Breiðablik var mun meira með boltann en átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi er leið á seinni hálfleikinn og allan þann seinni eða allt þar til að Jonathan Glenn fékk dæmda vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. Glenn tók vítið sjálfur og skaut yfir markið og því varð Breiðablik að láta sér stigið að góðu og er liðið nú sex stigum á eftir toppliðið FH þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Stigið gæti komið sér vel fyrri Leikni. Liðið er engu að síður enn í fallsæti og nú þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Eins og Leiknisliðið spilaði lungan úr leiknum, eftir hinar erfiðu upphafsmínútur, er erfitt að leggja það að velli en eins og sóknarleikur liðsins er á er einnig erfitt að tapa fyrir liðinu því liðið skapaði sér fá færi í leiknum og virkuðu hugmyndasnauðir fram á við. Leiknir fékk þó eitt mjög gott færi í seinni hálfleik en liðið hefur átt í vandræðum með að nýta færin í sumar og úr því þarf liðið að bæta í loka umferðunum ætli liðið að halda sæti sínu í Pepsí deildinni. Arnar: Mótið er svolítið game over„Auðvitað er maður drullusvekktur að hafa fengið þetta þarna í endann til að halda okkur inn í þessum bardaga þarna uppi til að gera þetta spennandi en ég held að mótið sé eiginlega svolítið game over,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks svekktur yfir vítaspyrnunni sem fór forgörðum undir lok leiksins í kvöld. „Við tökum bara næsta leik og ef við vinnum Víking þá skoðum við stöðuna. Auðvitað er það þannig að við munum fara í hvern einasta leik til að vinna og svo sjáum við hverju það skilar. Við gerðum það klárlega mun erfiðara með því að tapa hér tveimur stigum í kvöld.“ Breiðablik byrjaði leikinn mjög vel og kom Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis í raun í veg fyrir að heimamenn næðu forystunni. „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og spiluðum fínan fyrri hálfleik. Það hefði ekki verið ósanngjarnt að vera tvö til þrjú núll yfir en ég tek það ekki af markmanninum að hann stóð sig hrikalega vel. „Leiknisliðið er vel skipulagt og leikmenn mjög vinnusamir og gerðu okkur lífið gríðarlega erfitt í seinni hálfleik. Við sköpuðum ekki mikið í seinni hálfleik og þeir fengu í raun einn séns í seinni hálfleik þar sem þetta hefði getað farið á versta veg og við getað tapað en það hefði ekki verið sanngjarnt því heilt yfir vorum við betra liðið. „Við fengum dauðafæri á síðustu sekúndu leiksins en þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta var svolítið stöngin út og því fór sem fór,“ sagði Arnar sem var að vonum ekki ánægður með sóknarleik síns liðs í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að taka það af Leiknisliðinu að þeir stóðu sig vel og voru mjög duglegir en engu að síður hefðum við getað gert mun betur. Við vorum mikið með boltann í öllum leiknum en það er ekki nóg. „Mér fannst við verða óþolinmóðir snemma í seinni hálfleik og þegar menn verða óþolinmóðir þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og ákvarðanirnar í seinni hálfleik voru ekki góðar og því fór sem fór,“ sagði Arnar Grétarsson. Freyr: Ég trúði þessu ekki„Þetta er gott stig unnið miðað við fyrri hálfleikinn þegar við leyfðum þeim að opna okkur í pressunni sem við reyndum að setja á þá á blautum vellinum,“ sagði Freyr Alexandersson annar þjálfari Leiknis eftir jafnteflið í kvöld. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og náðu að opna okkur ansi oft en Eyjólfur (Tómasson) hélt okkur lifandi. „Við bregðumst við eftir 25 mínútur og byrjuðum aftar á vellinum og í hálfleik þá endurskipulögðum við okkur alveg. Við hentum plani B út á borðið. „Það var fínt að standa af okkur þessar 25 og koma sterkir inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Freyr. Allt annað var að sjá til Leiknis í seinni hálfleik en liðið á þó í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi, sérstaklega gegn eins sterkum andstæðingi og Breiðabliki. En eins og stundum áður í sumar virtist Leiknir ætla að kasta stiginu frá sér í lokin og fá á sig mark þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. „Ég trúði þessu ekki. Það fór í gegnum hausinn á mér. Ég hélt fyrst að hann væri að dæma dýfu. Hann (Glenn) var búinn að kasta sér nokkrum sinnum í grasið og ég hélt hann væri að gera það. Það kom mér á óvart að hann væri að dæma víti.“ Freyr viðurkennir að það sé erfitt að vinna Leikni en að sama skapi virðist vera erfitt að tapa fyrir liðinu. „Við erum Kasakstan, þannig erum við bara. Við spilum góðan varnarleik og fáum samt fullt af skyndisóknum í dag sem við hefðum getað gert meira úr. „Við erum búnir að spila við tvö toppliðin núna í tveimur síðustu umferðum og auðvitað eigum við erfitt með að brjóta niður varnir andstæðinganna en strákarnir eru virkilega að reyna og eru hugrakkir og við vitum að með því að halda hreinu þá eykur það líkurnar á að við fáum stig eða þrjú og það er að sjálfsögðu það sem við vorum að hugsa um í kvöld. „Við þurfum að skora og vinna til að halda okkur uppi, þetta er ekki flókið,“ sagði Freyr. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik tapaði dýrmætum stigum þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn frábærlega og sótti án afláts. Liðið fékk fjölda færa og var Atli Sigurjónsson iðulega arkitektinn á bak við þau. Breiðablik náði ekki að nýta færin en Eyjólfur Tómasson varði vel í marki gestanna sem náðu að skipuleggja sig upp á nýtt um miðbik fyrri hálfleiks og loka fyrir lekann í vörninni. Breiðablik var mun meira með boltann en átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi er leið á seinni hálfleikinn og allan þann seinni eða allt þar til að Jonathan Glenn fékk dæmda vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. Glenn tók vítið sjálfur og skaut yfir markið og því varð Breiðablik að láta sér stigið að góðu og er liðið nú sex stigum á eftir toppliðið FH þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Stigið gæti komið sér vel fyrri Leikni. Liðið er engu að síður enn í fallsæti og nú þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Eins og Leiknisliðið spilaði lungan úr leiknum, eftir hinar erfiðu upphafsmínútur, er erfitt að leggja það að velli en eins og sóknarleikur liðsins er á er einnig erfitt að tapa fyrir liðinu því liðið skapaði sér fá færi í leiknum og virkuðu hugmyndasnauðir fram á við. Leiknir fékk þó eitt mjög gott færi í seinni hálfleik en liðið hefur átt í vandræðum með að nýta færin í sumar og úr því þarf liðið að bæta í loka umferðunum ætli liðið að halda sæti sínu í Pepsí deildinni. Arnar: Mótið er svolítið game over„Auðvitað er maður drullusvekktur að hafa fengið þetta þarna í endann til að halda okkur inn í þessum bardaga þarna uppi til að gera þetta spennandi en ég held að mótið sé eiginlega svolítið game over,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks svekktur yfir vítaspyrnunni sem fór forgörðum undir lok leiksins í kvöld. „Við tökum bara næsta leik og ef við vinnum Víking þá skoðum við stöðuna. Auðvitað er það þannig að við munum fara í hvern einasta leik til að vinna og svo sjáum við hverju það skilar. Við gerðum það klárlega mun erfiðara með því að tapa hér tveimur stigum í kvöld.“ Breiðablik byrjaði leikinn mjög vel og kom Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis í raun í veg fyrir að heimamenn næðu forystunni. „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og spiluðum fínan fyrri hálfleik. Það hefði ekki verið ósanngjarnt að vera tvö til þrjú núll yfir en ég tek það ekki af markmanninum að hann stóð sig hrikalega vel. „Leiknisliðið er vel skipulagt og leikmenn mjög vinnusamir og gerðu okkur lífið gríðarlega erfitt í seinni hálfleik. Við sköpuðum ekki mikið í seinni hálfleik og þeir fengu í raun einn séns í seinni hálfleik þar sem þetta hefði getað farið á versta veg og við getað tapað en það hefði ekki verið sanngjarnt því heilt yfir vorum við betra liðið. „Við fengum dauðafæri á síðustu sekúndu leiksins en þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta var svolítið stöngin út og því fór sem fór,“ sagði Arnar sem var að vonum ekki ánægður með sóknarleik síns liðs í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að taka það af Leiknisliðinu að þeir stóðu sig vel og voru mjög duglegir en engu að síður hefðum við getað gert mun betur. Við vorum mikið með boltann í öllum leiknum en það er ekki nóg. „Mér fannst við verða óþolinmóðir snemma í seinni hálfleik og þegar menn verða óþolinmóðir þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og ákvarðanirnar í seinni hálfleik voru ekki góðar og því fór sem fór,“ sagði Arnar Grétarsson. Freyr: Ég trúði þessu ekki„Þetta er gott stig unnið miðað við fyrri hálfleikinn þegar við leyfðum þeim að opna okkur í pressunni sem við reyndum að setja á þá á blautum vellinum,“ sagði Freyr Alexandersson annar þjálfari Leiknis eftir jafnteflið í kvöld. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og náðu að opna okkur ansi oft en Eyjólfur (Tómasson) hélt okkur lifandi. „Við bregðumst við eftir 25 mínútur og byrjuðum aftar á vellinum og í hálfleik þá endurskipulögðum við okkur alveg. Við hentum plani B út á borðið. „Það var fínt að standa af okkur þessar 25 og koma sterkir inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Freyr. Allt annað var að sjá til Leiknis í seinni hálfleik en liðið á þó í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi, sérstaklega gegn eins sterkum andstæðingi og Breiðabliki. En eins og stundum áður í sumar virtist Leiknir ætla að kasta stiginu frá sér í lokin og fá á sig mark þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. „Ég trúði þessu ekki. Það fór í gegnum hausinn á mér. Ég hélt fyrst að hann væri að dæma dýfu. Hann (Glenn) var búinn að kasta sér nokkrum sinnum í grasið og ég hélt hann væri að gera það. Það kom mér á óvart að hann væri að dæma víti.“ Freyr viðurkennir að það sé erfitt að vinna Leikni en að sama skapi virðist vera erfitt að tapa fyrir liðinu. „Við erum Kasakstan, þannig erum við bara. Við spilum góðan varnarleik og fáum samt fullt af skyndisóknum í dag sem við hefðum getað gert meira úr. „Við erum búnir að spila við tvö toppliðin núna í tveimur síðustu umferðum og auðvitað eigum við erfitt með að brjóta niður varnir andstæðinganna en strákarnir eru virkilega að reyna og eru hugrakkir og við vitum að með því að halda hreinu þá eykur það líkurnar á að við fáum stig eða þrjú og það er að sjálfsögðu það sem við vorum að hugsa um í kvöld. „Við þurfum að skora og vinna til að halda okkur uppi, þetta er ekki flókið,“ sagði Freyr.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira