Það er aldrei rétti tíminn til þess að segja frá leyndarmálum Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2015 10:00 Björn Hlynur hefur sterka þörf fyrir að miðla sögum úr samtímanum og kvikmyndaformið hentar því sérstaklega vel. Vísir/Vilhelm Kvikmyndin Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson, handritshöfund og leikstjóra, verður frumsýnd á sunnudagskvöldið. Það ber til tíðinda Blóðberg er frumsýnd á Stöð 2 og verður í íslenskum kvikmyndahúsum í beinu framhaldi ásamt því að verða fljótlega aðgengileg á VOD-leigum. Björn Hlynur segir að þetta sé ný og spennandi nálgun hérlendis en þessi leið hefur færst mjög svo í vöxt á erlendum mörkuðum á síðustu árum.Allar dyr opnar „Það sem gerist við það að fara þessa leið er að áhorfandanum gefst kostur á því að stýra áhorfinu. Fyrir okkur sem framleiðendur þá lokar þetta engri leið, heldur þvert á móti heldur öllum dyrum opnum. Fyrir mig sem leikstjóra og höfund þá hef ég auðvitað það meginmarkmið að ég vil að sem flestir sjái myndina. Lengi vel þótti frekar hallærislegt að framleiða myndir fyrir sjónvarp en þetta hefur breyst gríðarlega á síðustu misserum. Sjónvarpið er heitur miðill í dag. Leikstjórar og höfundar á borð við Woody Allen og fleiri snillinga eru að vinna efni fyrir sjónvarp og það opnar á möguleika.“ Visir/VilhelmDubbeldusch Hugmyndin að Blóðbergi hefur lengi verið að gerjast með Birni Hlyni og hann byrjaði að vinna með grunnstef sögunnar fyrir um tíu árum. „Fyrsta form þessarar sögu birtist í leikritinu Dubbeldusch sem við hjá Vesturporti frumsýndum í samstarfi við LA á sínum tíma. Magnús Geir var þá enn leikhússtjóri hjá LA og hvatti mig áfram til þess að skrifa og koma þessari sögu frá mér. Þegar ég fór svo að láta á það reyna að skrifa kvikmyndahandrit þá æxlaðist það þannig að þessi saga kom aftur til mín. Fyrst skrifaði ég handrit sem byggir á bókinni Bæjarins verstu eftir Hrein Vilhjálmsson. Hann var útigangsmaður til margra ára sem náði svo að verða edrú og skrifaði þessa mögnuðu bók um sína lífsreynslu. Vandinn er að Bæjarins verstu nær yfir nokkra áratugi og slíkar myndir eru mun dýrari í framleiðslu en samtímasögur. Það fór því þannig að Dobbeldusch kom aftur til mín sem einföld og sterk samtímasaga sem mér finnst eiga mikið erindi í dag.“ Visir/VilhelmÁ ég systkini? Blóðberg segir sögu venjulegar íslenskrar fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítalanum sem hjúkrunarkona. Dag einn kemur einkasonurinn ástfanginn heim með nýja kærustu og þá verður fjölskylduföðurnum ljóst að hér er á ferðinni dóttir hans, launbarn úr fyrra sambandi, sem hann hefur þagað yfir alla sína tíð. „Slíkar uppákomur eru algengari en fólk heldur. Um 10% barna á Íslandi eru rangfeðruð og í svona míkró-samfélagi getur það haft afleiðingar. Ég man að þegar ég var um tuttugu og fimm ára var mikið af svona sögum í kringum mig. Fólk á mínum aldri var að standa í þessu að vilja fá að vita hver systkini þeirra væru og vildu kynnast þeim. Ég held að þetta gerist líka oft á þessu aldursskeiði þar sem fólk nær sjálfræði og þroska til þess að vilja fá svör og á rétt á þeim. Þessar sögur höfðu áhrif á mig því oft myndaði þetta fólk sterk og falleg systkina- og vinasambönd í framhaldinu og það skiptir máli.Þetta gerist bara En það er líka mikilvægt að þessi saga snýst ekki bara um systkinin heldur auðvitað líka foreldrana, líf þeirra og ákvarðanir. Einhvern tímann á lífsleiðinni förum við að spyrja okkur spurninga og horfa aðeins á líf okkar utan frá. Hvenær ákveðum við að eyða lífinu með einhverri manneskju? Það er í sjálfu sér ekkert einfalt svar við því. Þetta gerist bara. Þetta líf kemur í framhaldinu af einhverju mynstri og svo líða þrjátíu ár og þau líða hratt. Stundum er þessi vendipunktur kallaður grái fiðringurinn og stundum miðaldurskrísa og allt mögulegt. En ég lít fyrst og fremst á þetta sem vendipunkt ¬ hluta af þroskaferli manneskju og það er ekkert óeðlilegt við það að við veltum hlutunum fyrir okkur þegar tími gefst til. Visir/VilhelmAldrei rétti tíminn Faðirinn í Blóðbergi er höfundur sjálfshjálparbóka, sem segja fólki hvernig á að lifa sínu lífi, en hann er síst allra til þess búinn. Þannig að fyrir mér er þessi saga kannski kómedía í grunninn. Hún einfaldlega verður að vera það. Þegar svona hlutir koma upp þá verður maður að geta tekið á þeim með smá húmor í farteskinu. Auðvitað er aldrei auðvelt að takast á við svona hluti og vandinn er að það er kannski aldrei rétti tíminn til þess að segja frá sínum leyndarmálum. Þess vegna hafa leyndarmál tilhneigingu til þess að koma bara og þegar þau koma þá er það auðvitað alltaf á versta tíma.Ekki ein í heiminum Mín kynslóð er alin upp við ákveðna þögn rétt eins og fyrri kynslóðir. Fólk var ekki alltaf að spá í tilfinningar sínar, hvað þá að bera þær á borð fyrir aðra. En svo er eins og einhvers staðar hafi opnast fyrir flóðgátt. Allir út með allt og auðvitað er margt jákvætt við það að fólk verði opnara fyrir tilfinningum sínum, segi frá þeim og deili þeim með sínum nánustu en þetta er orðið dálítið bremsulaust. Vegna þess að fólk er stöðugt að spá í sér. Hvernig því líði í dag? Af hverju það sé eins og það er? Af hverju það nái ekki lengra í lífinu? Og öll þessi endalausa sjálfsskoðun. Allt fer að snúast um egóið í gegndarlausum narsissisma og það finnst mér ekki vera góð þróun. Fólk verður að bera ábyrgð á sér, orðum sínum og gerðum vegna þess að við erum ekki ein í heiminum. Við búum í samfélagi og því fylgir ábyrgð hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
Kvikmyndin Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson, handritshöfund og leikstjóra, verður frumsýnd á sunnudagskvöldið. Það ber til tíðinda Blóðberg er frumsýnd á Stöð 2 og verður í íslenskum kvikmyndahúsum í beinu framhaldi ásamt því að verða fljótlega aðgengileg á VOD-leigum. Björn Hlynur segir að þetta sé ný og spennandi nálgun hérlendis en þessi leið hefur færst mjög svo í vöxt á erlendum mörkuðum á síðustu árum.Allar dyr opnar „Það sem gerist við það að fara þessa leið er að áhorfandanum gefst kostur á því að stýra áhorfinu. Fyrir okkur sem framleiðendur þá lokar þetta engri leið, heldur þvert á móti heldur öllum dyrum opnum. Fyrir mig sem leikstjóra og höfund þá hef ég auðvitað það meginmarkmið að ég vil að sem flestir sjái myndina. Lengi vel þótti frekar hallærislegt að framleiða myndir fyrir sjónvarp en þetta hefur breyst gríðarlega á síðustu misserum. Sjónvarpið er heitur miðill í dag. Leikstjórar og höfundar á borð við Woody Allen og fleiri snillinga eru að vinna efni fyrir sjónvarp og það opnar á möguleika.“ Visir/VilhelmDubbeldusch Hugmyndin að Blóðbergi hefur lengi verið að gerjast með Birni Hlyni og hann byrjaði að vinna með grunnstef sögunnar fyrir um tíu árum. „Fyrsta form þessarar sögu birtist í leikritinu Dubbeldusch sem við hjá Vesturporti frumsýndum í samstarfi við LA á sínum tíma. Magnús Geir var þá enn leikhússtjóri hjá LA og hvatti mig áfram til þess að skrifa og koma þessari sögu frá mér. Þegar ég fór svo að láta á það reyna að skrifa kvikmyndahandrit þá æxlaðist það þannig að þessi saga kom aftur til mín. Fyrst skrifaði ég handrit sem byggir á bókinni Bæjarins verstu eftir Hrein Vilhjálmsson. Hann var útigangsmaður til margra ára sem náði svo að verða edrú og skrifaði þessa mögnuðu bók um sína lífsreynslu. Vandinn er að Bæjarins verstu nær yfir nokkra áratugi og slíkar myndir eru mun dýrari í framleiðslu en samtímasögur. Það fór því þannig að Dobbeldusch kom aftur til mín sem einföld og sterk samtímasaga sem mér finnst eiga mikið erindi í dag.“ Visir/VilhelmÁ ég systkini? Blóðberg segir sögu venjulegar íslenskrar fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítalanum sem hjúkrunarkona. Dag einn kemur einkasonurinn ástfanginn heim með nýja kærustu og þá verður fjölskylduföðurnum ljóst að hér er á ferðinni dóttir hans, launbarn úr fyrra sambandi, sem hann hefur þagað yfir alla sína tíð. „Slíkar uppákomur eru algengari en fólk heldur. Um 10% barna á Íslandi eru rangfeðruð og í svona míkró-samfélagi getur það haft afleiðingar. Ég man að þegar ég var um tuttugu og fimm ára var mikið af svona sögum í kringum mig. Fólk á mínum aldri var að standa í þessu að vilja fá að vita hver systkini þeirra væru og vildu kynnast þeim. Ég held að þetta gerist líka oft á þessu aldursskeiði þar sem fólk nær sjálfræði og þroska til þess að vilja fá svör og á rétt á þeim. Þessar sögur höfðu áhrif á mig því oft myndaði þetta fólk sterk og falleg systkina- og vinasambönd í framhaldinu og það skiptir máli.Þetta gerist bara En það er líka mikilvægt að þessi saga snýst ekki bara um systkinin heldur auðvitað líka foreldrana, líf þeirra og ákvarðanir. Einhvern tímann á lífsleiðinni förum við að spyrja okkur spurninga og horfa aðeins á líf okkar utan frá. Hvenær ákveðum við að eyða lífinu með einhverri manneskju? Það er í sjálfu sér ekkert einfalt svar við því. Þetta gerist bara. Þetta líf kemur í framhaldinu af einhverju mynstri og svo líða þrjátíu ár og þau líða hratt. Stundum er þessi vendipunktur kallaður grái fiðringurinn og stundum miðaldurskrísa og allt mögulegt. En ég lít fyrst og fremst á þetta sem vendipunkt ¬ hluta af þroskaferli manneskju og það er ekkert óeðlilegt við það að við veltum hlutunum fyrir okkur þegar tími gefst til. Visir/VilhelmAldrei rétti tíminn Faðirinn í Blóðbergi er höfundur sjálfshjálparbóka, sem segja fólki hvernig á að lifa sínu lífi, en hann er síst allra til þess búinn. Þannig að fyrir mér er þessi saga kannski kómedía í grunninn. Hún einfaldlega verður að vera það. Þegar svona hlutir koma upp þá verður maður að geta tekið á þeim með smá húmor í farteskinu. Auðvitað er aldrei auðvelt að takast á við svona hluti og vandinn er að það er kannski aldrei rétti tíminn til þess að segja frá sínum leyndarmálum. Þess vegna hafa leyndarmál tilhneigingu til þess að koma bara og þegar þau koma þá er það auðvitað alltaf á versta tíma.Ekki ein í heiminum Mín kynslóð er alin upp við ákveðna þögn rétt eins og fyrri kynslóðir. Fólk var ekki alltaf að spá í tilfinningar sínar, hvað þá að bera þær á borð fyrir aðra. En svo er eins og einhvers staðar hafi opnast fyrir flóðgátt. Allir út með allt og auðvitað er margt jákvætt við það að fólk verði opnara fyrir tilfinningum sínum, segi frá þeim og deili þeim með sínum nánustu en þetta er orðið dálítið bremsulaust. Vegna þess að fólk er stöðugt að spá í sér. Hvernig því líði í dag? Af hverju það sé eins og það er? Af hverju það nái ekki lengra í lífinu? Og öll þessi endalausa sjálfsskoðun. Allt fer að snúast um egóið í gegndarlausum narsissisma og það finnst mér ekki vera góð þróun. Fólk verður að bera ábyrgð á sér, orðum sínum og gerðum vegna þess að við erum ekki ein í heiminum. Við búum í samfélagi og því fylgir ábyrgð hvort sem okkur líkar betur eða verr.“
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira