Lífið

Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi

Birgir Olgeirsson skrifar
Friðrik og María á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Friðrik og María á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Vísir/Andri
Once Again með Friðriki Dór og Unbroken með Maríu Ólafsdóttur mætast í einvíginu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision í Vín í Austurríki í maí. 

Lögin eru bæði eftir félagana í þríeykinu StopWaitGo, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.



Lögin komust í einvígið með atkvæði frá dómnefnd sem hafði helmingsvægi á móti símakosningu áhorfenda. Í einvíginu ræður aðeins símakosning áhorfenda.

Þeir sem vilja kjósa lag Maríu Ólafsdóttur hringja í 900-9904. Þeir sem vilja velja lag Friðriks Dórs hringja í 999-9906.


Tengdar fréttir

Frikka Dór spáð sigri í Eurovision

Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×