Guð er ekki til Jón Gnarr skrifar 14. febrúar 2015 06:00 Hugmyndin um Guð hefur verið mér hugleikin frá því ég var barn. Foreldrar mínir voru ekkert sérstaklega trúaðir. Fyrir mömmu var trú félagsleg siðvenja. Skírn, ferming, gifting osfrv. hafði fyrst og fremst veraldlegan og félagslegan tilgang. Hún lagði til dæmis mikla áherslu á að ég fermdist en ræddi aldrei trúmál við mig og aldrei heyrði ég hana ræða þau við aðra. Pabbi var trúleysingi og hafði gaman af að gera góðlátlegt grín af trúmálum. Fátt fannst honum skemmtilegra en að bulla og þræta í prestum. En amma mín var guðhrædd. Hún kenndi mér að biðja Faðirvor og signa mig á morgnana. Hún fullvissaði mig líka um að Jesú væri alltaf að fylgjast með mér, passa mig og pæla í mér. Allt sem gerðist í heiminum væri ákveðið af Guði. Mér fannst þetta notalegt en ég held það hafi haft meira með ömmu að gera en þá himnafeðga. En mér fannst gott að vita til þess að Jesú væri vinur minn.Click here for an English versionEftir að amma dó missti ég þetta samband við Guð og Jesú, hætti að biðja og hugsaði ekki mikið um þetta. Svo þegar ég gerðist pönkari og byrjaði að lesa mér til um anarkisma og fleira þá komst ég á þá skoðun að trúarbrögðin væru einungis frumstæð hjátrú sett fram í þeim tilgangi að reyna að svara hinstu spurningum lífsins með uppspuna og fullyrðingum frekar en rökum. Trúarbrögð gátu líka verið öflugt stjórntæki til að stjórna fólki, jafnvel heilu þjóðunum. Trúarbrögðin voru íhaldssöm og ströng og andsnúin sköpunargleði, húmor, kynlífi og allflestu sem mér fannst gefa lífinu gildi. Og þau kúguðu jafnvel. Þau gerðu lítið úr konum sem einhvers konar annars flokks manneskjum. Og þau útskúfuðu samkynhneigðum. Það gat ég ekki fallist á. Ég snérist því til trúleysis eða lífs án trúar. Ég hélt samt alltaf í hugmyndafræði mömmu um skírnir og fermingar, giftingar og svoleiðis, ekki síst til að halda friðinn við hana og fleira fólk í kringum mig.Fólk má trúa á stokka og steina fyrir mérÞað var svo á fullorðinsárum þegar ég var kominn að ákveðnum krossgötum í lífinu; félagslega, andlega, fjárhagslega og líkamlega uppgefinn og áttavilltur að ég ákvað að leita hjálpar. Ég fór í 12 spora samtök. Það voru þung skref. Þar viðurkenndi ég að ég hefði misst stjórn á lífi mínu og væri til í að gera allt sem til þyrfti til að öðlast heilbrigt líf. Lykillinn að því var Guð. Ég ákvað því að taka Guð inní líf mitt og fá hann í lið með mér, ekki síst til að mylja úr mér hroka, ótta og reiði. Þetta gagnaðist mér ágætlega að mörgu leiti. Ég gerði einlæga og heiðarlega tilraun til að verða trúaður. Ég sökkti mér í lestur trúarrita og bænalesturs, sótti messur að minnsta kosti einu sinni á dag og las Biblíuna frá upphafi til enda. Það var þung og leiðinleg lesning. Ég fór meira að segja og dvaldist í klaustri á Englandi um tíma til að uppfræðast af munkunum. En eins mikið og ég þráði að trúa þá gat ég það ekki. Mér var það fyrirmunað. Hugmyndin um persónulegan guð gengur gegn minni heilbrigðu skynsemi og upplifun og skilningi á heiminum. Ég er að verða fimmtíu ára. Og eftir að hafa verið beggja vegna borðs, í þessum málum, þá sýnist mér ekkert benda til þess að guð sé til. Ég hef leitað en ekkert fundið. Ef hann er til þá er hann ekki að standa undir nafni og ekki sá guð sem við höldum að hann sé. Ég get ekki fallist á það að hann sé eitthvað sérstaklega kærleiksríkur. Eiginlega þvert á móti. En ég viðurkenni fúslega að það eru til öfl í alheimi sem við höfum ekki náð að skilja. Enginn veit með vissu hvað gerist eftir dauðann til dæmis. Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. Fólk má trúa á guð í alheimi eða stokka og steina fyrir mér. Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig. Mér finnst allt í lagi að þiggja góð ráð og heilræði frá andaverum en um leið og þær fara að setja mér einhverjar reglur um daglegt líf mitt þá kýs ég að hlusta ekki og hef fullan rétt á því.Engar risaeðlur í BiblíunniFlestar framfarir í heiminum eru tilkomnar vegna mannvits, samvinnu og vísinda og oftar en ekki í andstöðu við trúarbrögðin. Vísindin hafa útskýrt alheiminn, leiðrétt rangfærslur trúarbragðanna og jafnvel opnað okkur heim sem guð hefði aldrei órað fyrir að væri til. Það er til dæmis ekkert minnst á risaeðlur í Biblíunni. Vísindi og trúarbrögð eru því oft andstæður þar sem vísindin eru sannleikur en trúarbrögðin ágiskun. Vísindin hafa velt trúarbrögðunum af þeim stalli sem þau voru á. Ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum er og hefur verið trúarkreddur ýmiskonar. Þetta á því miður líka við um mannréttindi. En það hefur líka margt gott verið gert í nafni trúarbragða og margt gott fólk sem starfar innan þeirra að góðum málum. Trú getur verið ágæt til persónulegra nota. Soldið eins og typpi. Það er gott að vera ánægður með það og finnast það flottasta og besta typpi í heimi. Það má bæði hafa gagn og gaman af því. En ekki tala mikið um það við ókunnuga eða troða því uppá fólk. Ekki skrifa lög með því. Og mikilvægast af öllu: ekki hugsa með því. Góðar stundir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun
Hugmyndin um Guð hefur verið mér hugleikin frá því ég var barn. Foreldrar mínir voru ekkert sérstaklega trúaðir. Fyrir mömmu var trú félagsleg siðvenja. Skírn, ferming, gifting osfrv. hafði fyrst og fremst veraldlegan og félagslegan tilgang. Hún lagði til dæmis mikla áherslu á að ég fermdist en ræddi aldrei trúmál við mig og aldrei heyrði ég hana ræða þau við aðra. Pabbi var trúleysingi og hafði gaman af að gera góðlátlegt grín af trúmálum. Fátt fannst honum skemmtilegra en að bulla og þræta í prestum. En amma mín var guðhrædd. Hún kenndi mér að biðja Faðirvor og signa mig á morgnana. Hún fullvissaði mig líka um að Jesú væri alltaf að fylgjast með mér, passa mig og pæla í mér. Allt sem gerðist í heiminum væri ákveðið af Guði. Mér fannst þetta notalegt en ég held það hafi haft meira með ömmu að gera en þá himnafeðga. En mér fannst gott að vita til þess að Jesú væri vinur minn.Click here for an English versionEftir að amma dó missti ég þetta samband við Guð og Jesú, hætti að biðja og hugsaði ekki mikið um þetta. Svo þegar ég gerðist pönkari og byrjaði að lesa mér til um anarkisma og fleira þá komst ég á þá skoðun að trúarbrögðin væru einungis frumstæð hjátrú sett fram í þeim tilgangi að reyna að svara hinstu spurningum lífsins með uppspuna og fullyrðingum frekar en rökum. Trúarbrögð gátu líka verið öflugt stjórntæki til að stjórna fólki, jafnvel heilu þjóðunum. Trúarbrögðin voru íhaldssöm og ströng og andsnúin sköpunargleði, húmor, kynlífi og allflestu sem mér fannst gefa lífinu gildi. Og þau kúguðu jafnvel. Þau gerðu lítið úr konum sem einhvers konar annars flokks manneskjum. Og þau útskúfuðu samkynhneigðum. Það gat ég ekki fallist á. Ég snérist því til trúleysis eða lífs án trúar. Ég hélt samt alltaf í hugmyndafræði mömmu um skírnir og fermingar, giftingar og svoleiðis, ekki síst til að halda friðinn við hana og fleira fólk í kringum mig.Fólk má trúa á stokka og steina fyrir mérÞað var svo á fullorðinsárum þegar ég var kominn að ákveðnum krossgötum í lífinu; félagslega, andlega, fjárhagslega og líkamlega uppgefinn og áttavilltur að ég ákvað að leita hjálpar. Ég fór í 12 spora samtök. Það voru þung skref. Þar viðurkenndi ég að ég hefði misst stjórn á lífi mínu og væri til í að gera allt sem til þyrfti til að öðlast heilbrigt líf. Lykillinn að því var Guð. Ég ákvað því að taka Guð inní líf mitt og fá hann í lið með mér, ekki síst til að mylja úr mér hroka, ótta og reiði. Þetta gagnaðist mér ágætlega að mörgu leiti. Ég gerði einlæga og heiðarlega tilraun til að verða trúaður. Ég sökkti mér í lestur trúarrita og bænalesturs, sótti messur að minnsta kosti einu sinni á dag og las Biblíuna frá upphafi til enda. Það var þung og leiðinleg lesning. Ég fór meira að segja og dvaldist í klaustri á Englandi um tíma til að uppfræðast af munkunum. En eins mikið og ég þráði að trúa þá gat ég það ekki. Mér var það fyrirmunað. Hugmyndin um persónulegan guð gengur gegn minni heilbrigðu skynsemi og upplifun og skilningi á heiminum. Ég er að verða fimmtíu ára. Og eftir að hafa verið beggja vegna borðs, í þessum málum, þá sýnist mér ekkert benda til þess að guð sé til. Ég hef leitað en ekkert fundið. Ef hann er til þá er hann ekki að standa undir nafni og ekki sá guð sem við höldum að hann sé. Ég get ekki fallist á það að hann sé eitthvað sérstaklega kærleiksríkur. Eiginlega þvert á móti. En ég viðurkenni fúslega að það eru til öfl í alheimi sem við höfum ekki náð að skilja. Enginn veit með vissu hvað gerist eftir dauðann til dæmis. Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. Fólk má trúa á guð í alheimi eða stokka og steina fyrir mér. Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig. Mér finnst allt í lagi að þiggja góð ráð og heilræði frá andaverum en um leið og þær fara að setja mér einhverjar reglur um daglegt líf mitt þá kýs ég að hlusta ekki og hef fullan rétt á því.Engar risaeðlur í BiblíunniFlestar framfarir í heiminum eru tilkomnar vegna mannvits, samvinnu og vísinda og oftar en ekki í andstöðu við trúarbrögðin. Vísindin hafa útskýrt alheiminn, leiðrétt rangfærslur trúarbragðanna og jafnvel opnað okkur heim sem guð hefði aldrei órað fyrir að væri til. Það er til dæmis ekkert minnst á risaeðlur í Biblíunni. Vísindi og trúarbrögð eru því oft andstæður þar sem vísindin eru sannleikur en trúarbrögðin ágiskun. Vísindin hafa velt trúarbrögðunum af þeim stalli sem þau voru á. Ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum er og hefur verið trúarkreddur ýmiskonar. Þetta á því miður líka við um mannréttindi. En það hefur líka margt gott verið gert í nafni trúarbragða og margt gott fólk sem starfar innan þeirra að góðum málum. Trú getur verið ágæt til persónulegra nota. Soldið eins og typpi. Það er gott að vera ánægður með það og finnast það flottasta og besta typpi í heimi. Það má bæði hafa gagn og gaman af því. En ekki tala mikið um það við ókunnuga eða troða því uppá fólk. Ekki skrifa lög með því. Og mikilvægast af öllu: ekki hugsa með því. Góðar stundir!