Alfreð Örn tekur við kvennaliði Vals - þjálfar liðið með Óskari út tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2015 18:46 Alfreð Örn Finnsson. Vísir/Pjetur Alfreð Örn Finnsson var ekki lengi atvinnulaus en hann verður næsti þjálfari kvennaliðs Vals. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Alfreð mun starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins, út þetta tímabil, en Alfreð tekur svo við Valsliðinu að tímabilinu loknu og er samningur hans til ársins 2018. Alfreð Örn hætti að þjálfa norska liðið Storhamar síðasta föstudag og Valsmenn voru fljótir að semja við hann þegar þeir vissu að hann væri á heimleið.Fréttatilkynning Vals: Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Alfreð Örn Finnsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til ársins 2018. Alfreð mun koma til starfa hjá félaginu 1. febrúar næstkomandi og starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins,út yfirstandandi tímabil, en Alfreð tekur svo við liðinu að tímabilinu loknu. Handknattleiksdeild Vals lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Alfreðs, enda var hann fyrsti kostur félagsins í starfið. Alfreð, sem er 35 ára gamall, hefur átt farsælan feril sem þjálfari bæði hér heima og erlendis. Ferill Alfreðs hófst í yngri flokkum KR árið 1994, en árið 2002 steig hann sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun sem aðstoðarþjálfari Gróttu/KR. Árin 2003-2008 var hann aðalþjálfari kvennaliða Gróttu (2003-2004, 2006-2008) og ÍBV (2004-2006). Lið ÍBV varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2006 og hann var valinn þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna árin 2006 og 2007,en síðara árið varð Grótta í 2. sæti. Árið 2010 tók Alfreð við kvennaliði Volda í 2. deild í Noregi og stýrði liðinu í þrjú ár við góðan orðstír. Á lokatímabili Alfreðs hjá liðinu vann það sér sæti í næstefstu deild og var Alfreð þá ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Storhamar, sem er eitt af fremri kvennaliðum norska kvennaboltans, og stýrði þeim í 4. sæti deildarinnar. Síðastliðinn föstudag komust Alfreð og Storhamar að samkomulagi um starfslok. Þegar handknattleiksdeild Vals varð ljóst að hugur Alfreðs stefndi heim til Íslands var málið unnið hratt og örugglega af báðum aðilum og niðurstaðan þriggja og hálfs árs samningur. Líkt og áður sagði mun Alfreð starfa við hlið Óskars Bjarna með kvennaliðið fram á vorið, með því fyrirkomulagi er bæði karla- og kvennaliðum Vals tryggðar bestu mögulegu aðstæður, enda stýrir Óskar Bjarni einnig karlaliði félagsins. Olís-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson var ekki lengi atvinnulaus en hann verður næsti þjálfari kvennaliðs Vals. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Alfreð mun starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins, út þetta tímabil, en Alfreð tekur svo við Valsliðinu að tímabilinu loknu og er samningur hans til ársins 2018. Alfreð Örn hætti að þjálfa norska liðið Storhamar síðasta föstudag og Valsmenn voru fljótir að semja við hann þegar þeir vissu að hann væri á heimleið.Fréttatilkynning Vals: Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Alfreð Örn Finnsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til ársins 2018. Alfreð mun koma til starfa hjá félaginu 1. febrúar næstkomandi og starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins,út yfirstandandi tímabil, en Alfreð tekur svo við liðinu að tímabilinu loknu. Handknattleiksdeild Vals lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Alfreðs, enda var hann fyrsti kostur félagsins í starfið. Alfreð, sem er 35 ára gamall, hefur átt farsælan feril sem þjálfari bæði hér heima og erlendis. Ferill Alfreðs hófst í yngri flokkum KR árið 1994, en árið 2002 steig hann sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun sem aðstoðarþjálfari Gróttu/KR. Árin 2003-2008 var hann aðalþjálfari kvennaliða Gróttu (2003-2004, 2006-2008) og ÍBV (2004-2006). Lið ÍBV varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2006 og hann var valinn þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna árin 2006 og 2007,en síðara árið varð Grótta í 2. sæti. Árið 2010 tók Alfreð við kvennaliði Volda í 2. deild í Noregi og stýrði liðinu í þrjú ár við góðan orðstír. Á lokatímabili Alfreðs hjá liðinu vann það sér sæti í næstefstu deild og var Alfreð þá ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Storhamar, sem er eitt af fremri kvennaliðum norska kvennaboltans, og stýrði þeim í 4. sæti deildarinnar. Síðastliðinn föstudag komust Alfreð og Storhamar að samkomulagi um starfslok. Þegar handknattleiksdeild Vals varð ljóst að hugur Alfreðs stefndi heim til Íslands var málið unnið hratt og örugglega af báðum aðilum og niðurstaðan þriggja og hálfs árs samningur. Líkt og áður sagði mun Alfreð starfa við hlið Óskars Bjarna með kvennaliðið fram á vorið, með því fyrirkomulagi er bæði karla- og kvennaliðum Vals tryggðar bestu mögulegu aðstæður, enda stýrir Óskar Bjarni einnig karlaliði félagsins.
Olís-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira