Matur

Sætt eggjabrauð með vanillu sýrðum rjóma og jarðarberjum

Rikka skrifar
Eggjabrauðið fullkomnar dögurðinn.
Eggjabrauðið fullkomnar dögurðinn. Vísir
Dásamlega gott sætt eggjabrauð að hætti Eyþórs Rúnarssonar sem fullkomnar dögurðinn.

Sætt eggjabrauð með vanillu sýrðum rjóma og jarðarberjum

1 stk hvítt brauð (óskorið - skorið í fjórar þykkar sneiðar)

4 egg

2 msk rjómi

5 msk mjólk

Rifinn börkur af ½ appelsínu

½ tsk kanill

100 gr smjör

1 askja jarðaber

1 kvistur mynta (fínt skorin)

2 msk flórsykur

Blandið saman egg, rjóma, mjólk, appelsínuberki og kanil. Dýfið 1 brauðsneið í einu ofan í blönduna. Hitið pönnu við meðalhita og setjið smjörið á pönnuna. Steikið brauðið á hvorri hlið þar til sneiðarnar eru orðnar gylltar að lit. Skerið jarðaberin í fernt og setjð í skál með myntunni. Setjið flórsykurinn í sigti með litlum götum og dreifið flórsykri jafnt yfir brauðsneiðarnar.

Vanillu sýrður rjómi

1 dós 36 % sýrður rjómi

1 msk flórsykur

1 tsk vanilludropar

Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið saman  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×