Michael Jackson vildi vera Jar Jar Binks Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2015 10:38 Gunganinn vísir/getty Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða. Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða.
Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira