Lífið

Fylgstu með ungum bændum á Snapchat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fólk fær því tækifæri til að kynnast landbúnaði og daglegu lífi uppi til sveita.
Fólk fær því tækifæri til að kynnast landbúnaði og daglegu lífi uppi til sveita. vísir/vilhelm
Samtök ungra bænda vilja kynna bústörf og sveitarlífið fyrir almenningi og ætla sér að nota Snapchat í verkefnið.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu hópsins en þar segir að Snapchat-aðgangurinn flakki á milli ungra bænda og er nýr í hverri viku.

Fólk fær því tækifæri til að kynnast landbúnaði og daglegu lífi uppi til sveita hringinn í kringum landið.

Athygli vakti á dögunum þegar RÚV sýnd frá sauðburði í heilan sólahring og virtist landinn hafa töluverðan áhuga á því. 

Nú eru Samtök ungra bænda komin með snapp. Addið "ungurbondi" á snapchat og fáið snöpp frá ungum bændum við dagleg störf.

Posted by Samtök ungra bænda on 14. apríl 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.