Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2015 19:30 Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörghundruð milljarða króna næstu 20 ár er í húfi. Kjaradeila starfsmanna og Rio Tinto Alcan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Forsvarsmenn álversins hafa gefið til kynna að stöðvist reksturinn sé óvíst að hann hefjist að nýju. En ekki er víst að Rio Tinto Alcan yrði þar með laust allra mála gagnvart Landsvirkjun því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Vart er hægt að taka hótanir Rio Tinto Alcan um að loka álverinu alvarlega nema ef ráðamenn þess telji sig hafa einhverja forsendu til að losna undan skyldum orkusamningsins. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör fengum við í dag frá ráðamönnum Landsvirkjunar. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið, - á þessu stigi. Það virðist þó ljóst að samningurinn felur í sér kaupskyldu Rio Tinto Alcan með bakábyrgð móðurfélagsins. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál, áætlaði nýlega að kaupskyldan næmi um þremur terawattstundum á ári út samningstímann. Í samningnum er hins vegar ákvæði sem losar aðila undan skyldum sínum vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirséðra atburða. Það virðist þó óvíst hvort Rio Tinto geti beitt þessu ákvæði verði stórfellt tjón vegna verkfalls. Einn viðmælandi taldi það ekki eiga við þar sem Rio Tinto væri aðili vinnudeilunnar. Annar benti á að við svipaðar kringumstæður í vinnudeilu árið 1988 hefði verið haft eftir þáverandi forstjóra Landsvirkjunar, Halldóri Jónatanssyni, að samkvæmt rammasamningi álversins og Landsvirkjunar væru vinnudeilur taldar til óviðráðanlegra orsaka rekstrarstöðvunar og ÍSAL væri þá ekki skuldbundið til að greiða raforkukostnað. Þegar horft er til þess að 21 ár er eftir af raforkusamningnum, sem sennilega skilar um þrettán milljarða króna tekjum í ár, má glöggt sjá hve gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Landsvirkjun; framtíðartekjur sem gætu nálgast 300 milljarða króna. Komi til lokunar álversins má ætla að það geti komið í hlut dómstóla að skera úr um hvoru megin sá skellur lendir; hjá Landsvirkjun eða hjá Rio Tinto Alcan. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörghundruð milljarða króna næstu 20 ár er í húfi. Kjaradeila starfsmanna og Rio Tinto Alcan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Forsvarsmenn álversins hafa gefið til kynna að stöðvist reksturinn sé óvíst að hann hefjist að nýju. En ekki er víst að Rio Tinto Alcan yrði þar með laust allra mála gagnvart Landsvirkjun því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Vart er hægt að taka hótanir Rio Tinto Alcan um að loka álverinu alvarlega nema ef ráðamenn þess telji sig hafa einhverja forsendu til að losna undan skyldum orkusamningsins. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör fengum við í dag frá ráðamönnum Landsvirkjunar. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið, - á þessu stigi. Það virðist þó ljóst að samningurinn felur í sér kaupskyldu Rio Tinto Alcan með bakábyrgð móðurfélagsins. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál, áætlaði nýlega að kaupskyldan næmi um þremur terawattstundum á ári út samningstímann. Í samningnum er hins vegar ákvæði sem losar aðila undan skyldum sínum vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirséðra atburða. Það virðist þó óvíst hvort Rio Tinto geti beitt þessu ákvæði verði stórfellt tjón vegna verkfalls. Einn viðmælandi taldi það ekki eiga við þar sem Rio Tinto væri aðili vinnudeilunnar. Annar benti á að við svipaðar kringumstæður í vinnudeilu árið 1988 hefði verið haft eftir þáverandi forstjóra Landsvirkjunar, Halldóri Jónatanssyni, að samkvæmt rammasamningi álversins og Landsvirkjunar væru vinnudeilur taldar til óviðráðanlegra orsaka rekstrarstöðvunar og ÍSAL væri þá ekki skuldbundið til að greiða raforkukostnað. Þegar horft er til þess að 21 ár er eftir af raforkusamningnum, sem sennilega skilar um þrettán milljarða króna tekjum í ár, má glöggt sjá hve gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Landsvirkjun; framtíðartekjur sem gætu nálgast 300 milljarða króna. Komi til lokunar álversins má ætla að það geti komið í hlut dómstóla að skera úr um hvoru megin sá skellur lendir; hjá Landsvirkjun eða hjá Rio Tinto Alcan.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00