Viðskipti innlent

Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zuckerberg að spila Gunjack á föstudaginn.
Zuckerberg að spila Gunjack á föstudaginn. Mynd af Facebook-síðu Zuckerberg
Mack Zuckerberg, stofnandi Facebook, fagnaði útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna frá Oculus á föstudaginn með því að spila tölvuleikinn Gunjack frá CCP. Leikurinn varð aðgengilegur fyrir Samsung Gear VR á föstudaginn og það fór greinilega ekki framhjá Zuckerberg og félögum í Kaliforníu sem nýtti tækifærið samdægurs.

Leikurinn gerist í sama „heimi“ og EVE Online tölvuleikurinn, vinsælasti leikur CCP, en notast verður við fyrrnefndan Samsung Gear búnað til að spila leikinn. Samsung snjallsíma af sérstakri gerð er komið fyrir í gleraugum sem notandinn ber á hausnum ásamt heyrnartólum. Með hverri hreyfingu spilarans birtist ný mynd á skjánum svo það er eins og spilarinn sé raunverulega staddur á fjarlægri plánetu að berjast við vélmenni.

Í fréttatilkynningu frá CCP fyrir helgi kom fram í máli Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, að sýndarveruleiki muni skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar.

Today is a historic day for virtual reality. After years of development, we're shipping the first consumer virtual...

Posted by Mark Zuckerberg on Friday, November 20, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×