Lífið

Vinir Matta Matt hræða hann vegna aldursins: „Tek þessu sem öfund af mínu tæra háa C-i“

Birgir Olgeirsson skrifar
Stefán Jakobsson, Friðrik Ómar, Karl Olgeirsson og Jógvan eru meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu.
Stefán Jakobsson, Friðrik Ómar, Karl Olgeirsson og Jógvan eru meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu. Vísir/Facebook
Tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson fagnaði fertugsafmæli sínu um liðna helgi. Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins voru samankomnir í afmælisveislunni við það tilefni ásamt fjölskyldu og vinafólki hans. Tónlistarmyndband sem fyrirtæki tónlistarmannsins Friðriks Ómars Hjörleifssonar, RIGG - viðburðir, útbjó fyrir Matta í tilefni þess að hann er kominn á fimmtugsaldurinn hefur hins vegar vakið mikla kátínu eftir að því var smellt á Facebook.

Þar syngja vinir Matta nýjan texta við lagið WeAretheWorld, sem Michael Jackson og LionelRitchie sömdu á níunda áratug síðustu aldar, þar sem þeir minna Matta á að verkefnunum muni fara fækkandi í kjölfar hækkandi aldurs og gera góðlátlegt grín að þessum tímamótum.

Matti Matt er ekki að stressa sig á aldrinum. Vísir/Ernir
„Aldrei munum gleyma þínu tæra háa C, en núna muntu bara slefa upp á G,“ er sungið um söngvarann sem deildi myndbandinu sjálfur á Facebook fyrr í kvöld.

„Ég gubbaði upp í mig af hlátri, tek þessu sem öfund af mínu tæra háa C-i,“segir Matthías þegar hann er spurður út í viðbrögð við þessu myndbandi.

En er hann orðinn smeykur um röddina með hækkandi aldri? „Ég er frekar rólegur þar sem röddin virðist frekar á uppleið heldur en niðurleið," segir Matti léttur í bragði.

Verð að deila með ykkur vídeói sem RIGG - viðburðir útbjó í tilefni að því að ég er víst að eldast hratt og örugglega.Takk elsku vinir fyrir að fagna með mér 40 árunum :)

Posted by Matthías Matthíasson on Monday, September 28, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×