Lífið

Mynd dagsins: „Alltaf reynt að vera eins ólíkur Agli og ég mögulega get, sama hvað það kostar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill, Gunnleifur og Máni.
Egill, Gunnleifur og Máni.
„Þarna var ég að vinna með þykkt ljóst liðað hár,“ segir Egill Einarsson, einkaþjálfari og útvarpsmaður, um mynd sem systir hans Hildur Einarsdóttir setti inn á Twitter í gær.

Á myndinni má sjá Þorkel Mána Pétursson, útvarpsmann, Egil Einarsson og Gunnleif Gunnleifsson, markvörð Breiðabliks og íslenska landsliðsins.

„Ég er með eitt mottó í lífinu. Þetta er hár og það vex og því hika ég ekki við að taka sénsa. Ég hef verið með 1200 hárgreiðslur í gegnum tíðina og þetta er ein af þeim. Þessi hárgreiðsla nýtur sín best með vel af geli og allt sleikt aftur. En á þessari mynd er ég greinilega ekki með neitt gel í því, enda í rólegheitum í sumarbústað,“ segir Egill en myndin var tekinn í Skorradal árið 2004.

„Ég hef alltaf reynt að vera eins ólíkur Agli og ég mögulega get, sama hvað það kostar,“ segir Þorkell Máni í samtali við Vísi en hann var í sambúð með frænku Hildar og Egils. 

Þrátt fyrir að myndin sé ellefu ára gömul þá hefur Gunnleifur ekki breyst mikið á þeim tíma. Hann er greinilega að halda sér einstaklega vel. Gunnleifur er giftur Hildi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×