Lífið

Bent tilkynnti móður sinni að hann væri kominn út úr skápnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ágúst Bent fór á kostum.
Ágúst Bent fór á kostum. vísir
Rapparinn Ágúst Bent bjallaði í mömmu sína í útvarpsþættinum FM95BLÖ á föstudaginn og tilkynnti henni að hann væri kominn úr skápnum.

Símtalið var partur af dagskráarlið sem þeir félagarnir kalla „Óþægilega símtalið.“

„Þetta var hræðilegt og maður vill aldrei valda mömmu sinni vonbrigðum,“ sagði Ágúst Bent í þættinum á föstudaginn áður en þeir spiluðu símtalið.  Það var ekki það að Bent væri samkynhneigður sem fékk á móður hans, heldur hversu ungum drengjum hann hefði verið með. Eins og heyra má í hljóðbrotinu að neðan var um símahrekk að ræða.

Hér að neðan má hlusta á hrekkinn sjálfan. Neðst í fréttinni er þátturinn í heild sinni. 



Bent talaði um mál sem væri við það að leka í fjölmiðla. Hann sagði við móður sína að myndir af honum með tvítugum strákum í ástarleik væru við það að leka út.

„Þetta eru svo ungir strákar Bent, ég held að það sé betra að þú sért með jafnöldrum þínum. Þetta er svolítið perralegt, ertu kominn út úr skápnum?“ sagði mamma Ágústs við hann í símtalinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×