Jöfn toppbarátta eftir fyrsta hring á Players 7. maí 2015 23:53 Hideki Matsuyama á fyrsta hring í kvöld. Getty Players meistaramótið hófst í dag en allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks og keppa um himinháar fjárhæðir í einu stærsta móti ársins. Eftir fyrsta hring leiða þeir Kevin Na, Charley Hoffman, David Hearn og Hideki Matsyuama á fimm höggum undir pari en þeir léku TPC Sawgrass völlinn á 67 höggum. Ógrynni kylfinga koma skammt á eftir þeim en eins og alltaf á Players eru mörg stærstu nöfnin í golfheiminum við toppinn á skortöflunni. Þar má meðal annars nefna Ricky Fowler, Sergio Garcia, Martin Kaymer, Jason Day og Rory McIlroy en þeir léku allir á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Það gekk þó ekki vel hjá öllum en Masters meistarinn Jordan Spieth kom inn á 75 höggum eða þremur yfir pari sem er hans versta skor á PGA-mótaröðinni á árinu.Tiger Woods var heldur ekki að gera neinar rósir en hann nældi sér í tvo tvöfalda skolla á fyrsta hring þar sem upphafshöggin hjá honum voru ekki upp á marga fiska. Hann fékk þó nokkra góða fugla, sérstaklega á hinni frægu 17. holu þar sem hann vippaði í fyrir framan rúmlega 20.000 áhorfendur en hann kláraði hringinn á 73 höggum eða einu yfir pari. Útsending frá öðrum hring hefst á morgun klukkan 17:00. Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Players meistaramótið hófst í dag en allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks og keppa um himinháar fjárhæðir í einu stærsta móti ársins. Eftir fyrsta hring leiða þeir Kevin Na, Charley Hoffman, David Hearn og Hideki Matsyuama á fimm höggum undir pari en þeir léku TPC Sawgrass völlinn á 67 höggum. Ógrynni kylfinga koma skammt á eftir þeim en eins og alltaf á Players eru mörg stærstu nöfnin í golfheiminum við toppinn á skortöflunni. Þar má meðal annars nefna Ricky Fowler, Sergio Garcia, Martin Kaymer, Jason Day og Rory McIlroy en þeir léku allir á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Það gekk þó ekki vel hjá öllum en Masters meistarinn Jordan Spieth kom inn á 75 höggum eða þremur yfir pari sem er hans versta skor á PGA-mótaröðinni á árinu.Tiger Woods var heldur ekki að gera neinar rósir en hann nældi sér í tvo tvöfalda skolla á fyrsta hring þar sem upphafshöggin hjá honum voru ekki upp á marga fiska. Hann fékk þó nokkra góða fugla, sérstaklega á hinni frægu 17. holu þar sem hann vippaði í fyrir framan rúmlega 20.000 áhorfendur en hann kláraði hringinn á 73 höggum eða einu yfir pari. Útsending frá öðrum hring hefst á morgun klukkan 17:00.
Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira