Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2015 14:44 Úr fyrsta leik liðanna. vísir/stefán Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. Heimakonur léku virkilega vel í kvöld en á sama tíma gerðu leikmenn Gróttu of mikið af mistökum. Liðin mætast aftur á sunnudaginn út á Seltjarnarnesi en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Florentina Stanciu var frábær í markinu hjá Stjörnunni og varði 16 skot. Grótta byrjaði leikinn betur og mikill neisti í leikmönnum liðsins. Þær gulu keyrðu strax upp hraðan og voru heimastúlkur í vandræðum með gestina til að byrja með. Leikmenn Stjörnunnar voru ryðgaðir og kaldir. Grótta hafði yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins en þá gjörsamlega snérist leikurinn. Guðrún Erla Bjarnadóttir, leikmaður Stjörnunnar, mætti inn á völlinn og skaut þær bláum inn í leikinn. Hún gerði fjögur mörk í hálfleiknum og allt í einu var Stjarnan komin með nokkurra marka forskot. Í hálfleik munaði heilum sex mörkum á liðunum, 15-9. Leikmenn Gróttu skutu skelfilega á markið, ýmist framhjá eða beint í Florentinu Stanciu. Liðið gerði of mikið af mistökum og misstu heimastúlkur of langt framúr sér. Stjarnan skoraði ekki mark á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiksins og Grótta var allt einu komið inn í leikinn og aðeins munaði þremur mörkum á liðunum, 18-15. Þá tók Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé sem átti eftir að skipta sköpun. Liðið kom ótrúlega vel til leik eftir leikhléið og Florentina Stanciu skellti í lás í markinu hjá heimakonum. Stjarnan náði fljótlega aftur sex marka forskoti 21-15 sem liðið náði að halda í út leiktímann. Leiknum lauk með fínum sigri Stjörnunnar, 23-19, og náði liðið að jafna einvígið í 1-1. Það verður því gríðarlega mikilvægur þriðji leikur á Seltjarnarnesinu á sunnudaginn. Kári: Áttum ekki mikið skilið úr þessum leik„Við eigum í raun ekki mikið skilið úr þessum leik,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Við vorum ekki að spila nægilega vel og varnarleikurinn var ekki öflugur,“ segir hann en leikmenn Gróttu gerðu mikið af mistökum í leiknum í kvöld. Hvort sem það voru misheppnaðar sendingar eða slök skot. Kári ætlar sér að skerpa á þessum atriðum á æfingu á laugardaginn, þær fá frí á morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt leikjaálag á okkur og þær fá frí á morgun. Þær fara bara í Spa og njóta lífsins.“ Hann segir að liðið hafi hent boltanum allt of oft frá sér í kvöld. Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu síðustu daga en þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru ekki með liðinu í kvöld. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að vera án tveggja markahæstu leikmanna liðsins í vetur. Það er samt ekkert við því að gera, við verðum bara að mæta sterkari til leiks. Við náðum því í síðasta leik en ekki í dag. Næsta verkefni er síðan bara á sunnudaginn.“ Rakel: Hefði verið erfitt að lenda 2-0 undirVísir/Daníel„Það var lífsnauðsynlegt að jafna þetta einvígi í kvöld og ég er gríðarlega ánægð með þennan sigur. Það hefði verið mjög erfitt að fara 2-0 undir út á Nes á sunnudaginn,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Stjarnan var nokkuð lengi í gang í kvöld en Rakel hafði ekki áhyggjur af því. „Þetta er nokkuð agresív vörn sem við erum að spila og þegar hún opnast, þá opnast hún illa. Það er mikilvægt að við séum meðvitaðar um það að það tekur kannski nokkrar mínútur að fá hana í gang og þá megum við ekki brotna.“ Hún segir að Grótta hafi byrjað leikinn af miklum krafti í kvöld. „Við héldum bara í þolinmæðina og þurftum bara nokkrar mínútur til að stilla okkur. Flora var síðan frábær fyrir aftan okkur.“ Rakel segir að þrátt fyrir meiðslavandræði Gróttu séu bara framundan virkilega jafnir leikir. „Þetta er auðvitað stórt skarð fyrir þær en Grótta er með flotta leikmenn og breiðan hóp. Þar kemur bara maður í manns stað. Þær unnu okkur út á Nesi fyrir tveimur dögum og þá án þessara leikmanna. Við munum ekkert gefa eftir.“ Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. Heimakonur léku virkilega vel í kvöld en á sama tíma gerðu leikmenn Gróttu of mikið af mistökum. Liðin mætast aftur á sunnudaginn út á Seltjarnarnesi en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Florentina Stanciu var frábær í markinu hjá Stjörnunni og varði 16 skot. Grótta byrjaði leikinn betur og mikill neisti í leikmönnum liðsins. Þær gulu keyrðu strax upp hraðan og voru heimastúlkur í vandræðum með gestina til að byrja með. Leikmenn Stjörnunnar voru ryðgaðir og kaldir. Grótta hafði yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins en þá gjörsamlega snérist leikurinn. Guðrún Erla Bjarnadóttir, leikmaður Stjörnunnar, mætti inn á völlinn og skaut þær bláum inn í leikinn. Hún gerði fjögur mörk í hálfleiknum og allt í einu var Stjarnan komin með nokkurra marka forskot. Í hálfleik munaði heilum sex mörkum á liðunum, 15-9. Leikmenn Gróttu skutu skelfilega á markið, ýmist framhjá eða beint í Florentinu Stanciu. Liðið gerði of mikið af mistökum og misstu heimastúlkur of langt framúr sér. Stjarnan skoraði ekki mark á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiksins og Grótta var allt einu komið inn í leikinn og aðeins munaði þremur mörkum á liðunum, 18-15. Þá tók Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé sem átti eftir að skipta sköpun. Liðið kom ótrúlega vel til leik eftir leikhléið og Florentina Stanciu skellti í lás í markinu hjá heimakonum. Stjarnan náði fljótlega aftur sex marka forskoti 21-15 sem liðið náði að halda í út leiktímann. Leiknum lauk með fínum sigri Stjörnunnar, 23-19, og náði liðið að jafna einvígið í 1-1. Það verður því gríðarlega mikilvægur þriðji leikur á Seltjarnarnesinu á sunnudaginn. Kári: Áttum ekki mikið skilið úr þessum leik„Við eigum í raun ekki mikið skilið úr þessum leik,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Við vorum ekki að spila nægilega vel og varnarleikurinn var ekki öflugur,“ segir hann en leikmenn Gróttu gerðu mikið af mistökum í leiknum í kvöld. Hvort sem það voru misheppnaðar sendingar eða slök skot. Kári ætlar sér að skerpa á þessum atriðum á æfingu á laugardaginn, þær fá frí á morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt leikjaálag á okkur og þær fá frí á morgun. Þær fara bara í Spa og njóta lífsins.“ Hann segir að liðið hafi hent boltanum allt of oft frá sér í kvöld. Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu síðustu daga en þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru ekki með liðinu í kvöld. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að vera án tveggja markahæstu leikmanna liðsins í vetur. Það er samt ekkert við því að gera, við verðum bara að mæta sterkari til leiks. Við náðum því í síðasta leik en ekki í dag. Næsta verkefni er síðan bara á sunnudaginn.“ Rakel: Hefði verið erfitt að lenda 2-0 undirVísir/Daníel„Það var lífsnauðsynlegt að jafna þetta einvígi í kvöld og ég er gríðarlega ánægð með þennan sigur. Það hefði verið mjög erfitt að fara 2-0 undir út á Nes á sunnudaginn,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Stjarnan var nokkuð lengi í gang í kvöld en Rakel hafði ekki áhyggjur af því. „Þetta er nokkuð agresív vörn sem við erum að spila og þegar hún opnast, þá opnast hún illa. Það er mikilvægt að við séum meðvitaðar um það að það tekur kannski nokkrar mínútur að fá hana í gang og þá megum við ekki brotna.“ Hún segir að Grótta hafi byrjað leikinn af miklum krafti í kvöld. „Við héldum bara í þolinmæðina og þurftum bara nokkrar mínútur til að stilla okkur. Flora var síðan frábær fyrir aftan okkur.“ Rakel segir að þrátt fyrir meiðslavandræði Gróttu séu bara framundan virkilega jafnir leikir. „Þetta er auðvitað stórt skarð fyrir þær en Grótta er með flotta leikmenn og breiðan hóp. Þar kemur bara maður í manns stað. Þær unnu okkur út á Nesi fyrir tveimur dögum og þá án þessara leikmanna. Við munum ekkert gefa eftir.“
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti