Gagnrýnir skipuleggjendur Eurovision: „Ýmislegt sem við eigum að sjá um, en hvernig vitum við ekki enn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2015 10:23 Svona er sviðið sem María syngur á í Vín. Katla Hannesdóttir gagnrýnir skipuleggjendur. ORF / MILENKO BADZIC „Fyrir utan upplýsingaleysið þá leggst keppnin öll frekar vel í mig,“ segir Katla Hannesdóttir, sem búsett er í Vínarborg og mun verða einskonar hægri hönd íslenska Eurovision-hópsins út í Austurríki. Katla er ein af þremur Delegation-hostesses eða leiðsögumaður fyrir Íslendingana. Hún gagnrýnir skipuleggjendur keppninnar og segir að upplýsingaflæðið sé ábótavant. „Í byrjun árs óskaði ORF, austurríska ríkissjónvarpið, eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við keppnina. Það eru yfir 800 sjálfboðaliðar sem sinna hinum ýmsu störfum, svo sem á upplýsingaborðum við hótelin, á flugvellinum, tækniaðstoð á sviðinu, aðstoða fólk baksviðs og í raun sjálfboðaliðar á öllum vígstöðum,“ segir Katla. Hún segir að um hundrað manns sinni þessu hlutverki fyrir keppnina. „Við sjáum um liðin sjálf þegar þau koma til Vínar og reynum að koma til móts við allar þarfir þeirra á meðan keppni stendur, koma þeim á milli staða og sjá um að túlka ef þörf er á. Við vorum öll valin með tilliti til tungumálakunnáttu og reynt var að fá sem flesta sem tala tungumál keppnislandanna auk þýsku og þekkja til í Vínarborg.“Sjá einnig: Rétt ákvörðun að láta dansarana hennar Maríu Ólafs fjúka Fyrsta undanúrslitakvöld keppninnar fer fram 19. maí næstkomandi en úrslitakvöldið sjálft er 23. maí. María Ólafsdóttir stígur á svið á seinna undanúrslitakvöldinu, þann 21. maí þar sem hún flytur framlag Íslands í keppninni, lagið Unbroken. Katla er eini aðstoðarmaður íslenska hópsins sem hefur íslensku að móðurmáli. „Við fengum að vita það í apríl að við myndum sjá um íslenska hópinn og hittum þá Jónatan Garðarsson og Heru Ólafsdóttur sem eru liðstjórar íslenska liðsins. Við höfum verið í sambandi við þau síðan þá og erum núna að reyna að aðstoða þau við að redda ýmsum hlutum áður en liðið kemur hingað út. Lúxusinn fyrir okkur er að Jónatan er búin að gera þetta nokkrum sinnum áður og ef mér skjátlast ekki hefur hann farið út fjórtán sinnum.“ORF / MILENKO BADZICKatla segist vera virkilega fegin að vinna með eins reynslumiklum manni og Jónatani en upplýsingarnar frá austuríska sjónvarpinu hafi verið af skornum skammti. „Það er ýmislegt sem að við vitum að við eigum að sjá um, t.d ná í liðið á flugvöllinn og koma þeim á hótel og koma þeim á milli staða á meðan keppninni stendur en hvernig við eigum að fara að því vitum við ekki enn.“ Hún segir að á föstudaginn verði námskeið fyrir alla leiðsögumennina og þá fái hópurinn fleiri upplýsingar. „Skipulagið er frekar slappt og dagsetningunni fyrir þetta námskeið var breytt seint í gærkvöldi frá laugardegi yfir á föstudag. Þegar maður er að púsla saman sjálfboðaliðastarfi og daglegu lífi þá geta svona snöggar breytingar verið pínu vesen. Reyndar eru skipuleggjendurnir að reyna að koma til móts við þá sem eru að lenda í vandræðum vegna þessara breytinga en maður finnur að það er mikil spenna í sjálfboðaliðunum sem eru að taka þátt í þessu öllu saman. Fólk er orðið óþolinmótt og finnst óþægilegt að upplýsingaflæðið sé ekki betra þar sem að allir sem eru að taka þátt eru að gera það af heilum hug og langar að leggja allt sitt á vogarskálarnar til að gera keppnina sem allra besta.“Sjá einnig: Svona er sviðið sem María syngur á í VínKatla segir að við slíkar aðstæður sé nú gott að vera Íslendingur og vanur „Þetta reddast“ hugafarinu. „Austurríkismenn eru ekkert sérlega spenntir fyrir þessum viðburði svona almennt en það á kannski eftir að breytast þegar liðin verða mætt og dagskráin byrjar. Margir gráta það líka að þjóðar-idolið Udo Jürgens, sem vann ESC 1966 geti ekki tekið þátt í hátíðinni núna þar sem að hann lést í fyrra. Hún segist hlakka mest til að hitta keppendur. „Felix Bergson og Júrósnillingarnir sem sjá um að kynna keppnina á RÚV mæta á svæðið á mánudag og svo kemur rest af liðinu á miðvikudagskvöldið. Dagskráin hjá þeim byrjar svo af fullum krafti strax á fimmtudagsmorgun og er mjög þétt allan tímann. Svo er það bara að sjá hvernig við finnum 800 sjálfboðaliða á Íslandi þegar María vinnur. Miðað við höfðatölu á landinu þá verður það spennandi, en Íslend er náttúrulega best í heimi.“ Eurovision Tengdar fréttir „Þetta var ótrúlega góð æfing fyrir stóru keppnina“ María Ólafs söng Unbroken á tónleikum í Rússlandi. 27. apríl 2015 15:06 Deilt um hvar halda eigi Eurovision ef Ástralía vinnur Ummæli Eurovision-nefndarmanns Svía komu af stað deilum. 24. apríl 2015 13:31 Sú besta tók Eurovision-lagið með Frikka Dór eftir leik Besti leikmaður úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur, Kristen McCarthy, kann meira en að spila körfubolta. 28. apríl 2015 07:57 Faðir Eurovision á Íslandi: „Ég hef verið plataður“ Þorgeir Ástvaldsson, sem skipulagði fyrsta framlag Íslands í Eurovision, segir frá því hvernig var að horfa á Ísland lenda í 16. sæti eftir spár um sigur. 6. maí 2015 16:34 Eurovision-kjóllinn frumsýndur um helgina María Ólafsdóttir er á fullu við æfingar og undirbúning þessa dagana fyrir stóru keppnina. 6. maí 2015 10:15 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Fyrir utan upplýsingaleysið þá leggst keppnin öll frekar vel í mig,“ segir Katla Hannesdóttir, sem búsett er í Vínarborg og mun verða einskonar hægri hönd íslenska Eurovision-hópsins út í Austurríki. Katla er ein af þremur Delegation-hostesses eða leiðsögumaður fyrir Íslendingana. Hún gagnrýnir skipuleggjendur keppninnar og segir að upplýsingaflæðið sé ábótavant. „Í byrjun árs óskaði ORF, austurríska ríkissjónvarpið, eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við keppnina. Það eru yfir 800 sjálfboðaliðar sem sinna hinum ýmsu störfum, svo sem á upplýsingaborðum við hótelin, á flugvellinum, tækniaðstoð á sviðinu, aðstoða fólk baksviðs og í raun sjálfboðaliðar á öllum vígstöðum,“ segir Katla. Hún segir að um hundrað manns sinni þessu hlutverki fyrir keppnina. „Við sjáum um liðin sjálf þegar þau koma til Vínar og reynum að koma til móts við allar þarfir þeirra á meðan keppni stendur, koma þeim á milli staða og sjá um að túlka ef þörf er á. Við vorum öll valin með tilliti til tungumálakunnáttu og reynt var að fá sem flesta sem tala tungumál keppnislandanna auk þýsku og þekkja til í Vínarborg.“Sjá einnig: Rétt ákvörðun að láta dansarana hennar Maríu Ólafs fjúka Fyrsta undanúrslitakvöld keppninnar fer fram 19. maí næstkomandi en úrslitakvöldið sjálft er 23. maí. María Ólafsdóttir stígur á svið á seinna undanúrslitakvöldinu, þann 21. maí þar sem hún flytur framlag Íslands í keppninni, lagið Unbroken. Katla er eini aðstoðarmaður íslenska hópsins sem hefur íslensku að móðurmáli. „Við fengum að vita það í apríl að við myndum sjá um íslenska hópinn og hittum þá Jónatan Garðarsson og Heru Ólafsdóttur sem eru liðstjórar íslenska liðsins. Við höfum verið í sambandi við þau síðan þá og erum núna að reyna að aðstoða þau við að redda ýmsum hlutum áður en liðið kemur hingað út. Lúxusinn fyrir okkur er að Jónatan er búin að gera þetta nokkrum sinnum áður og ef mér skjátlast ekki hefur hann farið út fjórtán sinnum.“ORF / MILENKO BADZICKatla segist vera virkilega fegin að vinna með eins reynslumiklum manni og Jónatani en upplýsingarnar frá austuríska sjónvarpinu hafi verið af skornum skammti. „Það er ýmislegt sem að við vitum að við eigum að sjá um, t.d ná í liðið á flugvöllinn og koma þeim á hótel og koma þeim á milli staða á meðan keppninni stendur en hvernig við eigum að fara að því vitum við ekki enn.“ Hún segir að á föstudaginn verði námskeið fyrir alla leiðsögumennina og þá fái hópurinn fleiri upplýsingar. „Skipulagið er frekar slappt og dagsetningunni fyrir þetta námskeið var breytt seint í gærkvöldi frá laugardegi yfir á föstudag. Þegar maður er að púsla saman sjálfboðaliðastarfi og daglegu lífi þá geta svona snöggar breytingar verið pínu vesen. Reyndar eru skipuleggjendurnir að reyna að koma til móts við þá sem eru að lenda í vandræðum vegna þessara breytinga en maður finnur að það er mikil spenna í sjálfboðaliðunum sem eru að taka þátt í þessu öllu saman. Fólk er orðið óþolinmótt og finnst óþægilegt að upplýsingaflæðið sé ekki betra þar sem að allir sem eru að taka þátt eru að gera það af heilum hug og langar að leggja allt sitt á vogarskálarnar til að gera keppnina sem allra besta.“Sjá einnig: Svona er sviðið sem María syngur á í VínKatla segir að við slíkar aðstæður sé nú gott að vera Íslendingur og vanur „Þetta reddast“ hugafarinu. „Austurríkismenn eru ekkert sérlega spenntir fyrir þessum viðburði svona almennt en það á kannski eftir að breytast þegar liðin verða mætt og dagskráin byrjar. Margir gráta það líka að þjóðar-idolið Udo Jürgens, sem vann ESC 1966 geti ekki tekið þátt í hátíðinni núna þar sem að hann lést í fyrra. Hún segist hlakka mest til að hitta keppendur. „Felix Bergson og Júrósnillingarnir sem sjá um að kynna keppnina á RÚV mæta á svæðið á mánudag og svo kemur rest af liðinu á miðvikudagskvöldið. Dagskráin hjá þeim byrjar svo af fullum krafti strax á fimmtudagsmorgun og er mjög þétt allan tímann. Svo er það bara að sjá hvernig við finnum 800 sjálfboðaliða á Íslandi þegar María vinnur. Miðað við höfðatölu á landinu þá verður það spennandi, en Íslend er náttúrulega best í heimi.“
Eurovision Tengdar fréttir „Þetta var ótrúlega góð æfing fyrir stóru keppnina“ María Ólafs söng Unbroken á tónleikum í Rússlandi. 27. apríl 2015 15:06 Deilt um hvar halda eigi Eurovision ef Ástralía vinnur Ummæli Eurovision-nefndarmanns Svía komu af stað deilum. 24. apríl 2015 13:31 Sú besta tók Eurovision-lagið með Frikka Dór eftir leik Besti leikmaður úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur, Kristen McCarthy, kann meira en að spila körfubolta. 28. apríl 2015 07:57 Faðir Eurovision á Íslandi: „Ég hef verið plataður“ Þorgeir Ástvaldsson, sem skipulagði fyrsta framlag Íslands í Eurovision, segir frá því hvernig var að horfa á Ísland lenda í 16. sæti eftir spár um sigur. 6. maí 2015 16:34 Eurovision-kjóllinn frumsýndur um helgina María Ólafsdóttir er á fullu við æfingar og undirbúning þessa dagana fyrir stóru keppnina. 6. maí 2015 10:15 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Þetta var ótrúlega góð æfing fyrir stóru keppnina“ María Ólafs söng Unbroken á tónleikum í Rússlandi. 27. apríl 2015 15:06
Deilt um hvar halda eigi Eurovision ef Ástralía vinnur Ummæli Eurovision-nefndarmanns Svía komu af stað deilum. 24. apríl 2015 13:31
Sú besta tók Eurovision-lagið með Frikka Dór eftir leik Besti leikmaður úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur, Kristen McCarthy, kann meira en að spila körfubolta. 28. apríl 2015 07:57
Faðir Eurovision á Íslandi: „Ég hef verið plataður“ Þorgeir Ástvaldsson, sem skipulagði fyrsta framlag Íslands í Eurovision, segir frá því hvernig var að horfa á Ísland lenda í 16. sæti eftir spár um sigur. 6. maí 2015 16:34
Eurovision-kjóllinn frumsýndur um helgina María Ólafsdóttir er á fullu við æfingar og undirbúning þessa dagana fyrir stóru keppnina. 6. maí 2015 10:15