Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 11:15 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Kolbeinn Árnason. vísir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hreiðar og Sigurður hafa því farið fram á endurupptöku málsins auk þess sem þeir telja að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin. Eins og kunnugt er sitja þeir báðir í fangelsi vegna Al Thani-málsins.Telur hagsmuni slitastjórnar Kaupþings af sakfellingu augljósa Í endurupptökubeiðni Hreiðars, sem er efnislega samhljóða endurupptökubeiðni Sigurðar, segir að eftir að dómur gekk í málinu hafi komið fram upplýsingar í fjölmiðlum um tengsl Kolbeins við slitastjórn Kaupþings: „Fyrir liggur að sonur dómarans, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008-2013. Slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Í þessu skyni hefur slitastjórnin stefnt dómfellda Hreiðari og Ólafi Ólafssyni til greiðslu skaðabóta vegna lánveitingar til félagsins Gerland og krafist hárra fjárbóta.“ Hreiðar telur hagsmuni slitastjórnarinnar af sakfellingu í Al Thani-málinu augljósa. Auk þess megi telja afar líklegt að sonur hæstaréttardómarans hafi tekið þátt í ákvörðun um að höfða skaðabótamál vegna fyrrnefndar lánveitingar. Þá telur Hreiðar jafnframt að Kolbeinn sé einn af þeim starfsmönnum slitasjórnarinnar sem muni fá „háar fjárhæðir í kaupauka verði gengið frá nauðsamningum við kröfuhafa.“ Því hafi hann haft hagsmuna að gæta af niðurstöðu í málinu sem að mati Hreiðars geti jafnvel verið fjárhagslegir.Einnig rangur „Óli“ að mati Hreiðars Ólafur Ólafsson, sem einnig var dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins, hefur áður farið fram á endurupptöku málsins. Gerir hann það vegna þess að telur sönnunargögn í málinu rangt metin af Hæstarétti. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. Samkvæmt endurupptökubeiðni Hreiðars tekur hann í öllu undir sjónarmið Ólafs um að sönnunargögn hafi verið ranglega metin í málinu. Eins og áður segir er endurupptökubeiðni Sigurðar Einarssonar efnislega samhljóða beiðni Hreiðars. Hún mun því byggja á sömu röksemdum og raktar eru í þeirri beiðni sem Vísir hefur undir höndum. Tengdar fréttir Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hreiðar og Sigurður hafa því farið fram á endurupptöku málsins auk þess sem þeir telja að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin. Eins og kunnugt er sitja þeir báðir í fangelsi vegna Al Thani-málsins.Telur hagsmuni slitastjórnar Kaupþings af sakfellingu augljósa Í endurupptökubeiðni Hreiðars, sem er efnislega samhljóða endurupptökubeiðni Sigurðar, segir að eftir að dómur gekk í málinu hafi komið fram upplýsingar í fjölmiðlum um tengsl Kolbeins við slitastjórn Kaupþings: „Fyrir liggur að sonur dómarans, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008-2013. Slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Í þessu skyni hefur slitastjórnin stefnt dómfellda Hreiðari og Ólafi Ólafssyni til greiðslu skaðabóta vegna lánveitingar til félagsins Gerland og krafist hárra fjárbóta.“ Hreiðar telur hagsmuni slitastjórnarinnar af sakfellingu í Al Thani-málinu augljósa. Auk þess megi telja afar líklegt að sonur hæstaréttardómarans hafi tekið þátt í ákvörðun um að höfða skaðabótamál vegna fyrrnefndar lánveitingar. Þá telur Hreiðar jafnframt að Kolbeinn sé einn af þeim starfsmönnum slitasjórnarinnar sem muni fá „háar fjárhæðir í kaupauka verði gengið frá nauðsamningum við kröfuhafa.“ Því hafi hann haft hagsmuna að gæta af niðurstöðu í málinu sem að mati Hreiðars geti jafnvel verið fjárhagslegir.Einnig rangur „Óli“ að mati Hreiðars Ólafur Ólafsson, sem einnig var dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins, hefur áður farið fram á endurupptöku málsins. Gerir hann það vegna þess að telur sönnunargögn í málinu rangt metin af Hæstarétti. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. Samkvæmt endurupptökubeiðni Hreiðars tekur hann í öllu undir sjónarmið Ólafs um að sönnunargögn hafi verið ranglega metin í málinu. Eins og áður segir er endurupptökubeiðni Sigurðar Einarssonar efnislega samhljóða beiðni Hreiðars. Hún mun því byggja á sömu röksemdum og raktar eru í þeirri beiðni sem Vísir hefur undir höndum.
Tengdar fréttir Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14
Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00
Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00