Hringavitleysan í kringum Blink 182 virðist ætla að halda áfram en fyrrum gítarleikari þeirra og söngvari, Tom Delonge, birti í gær sína útgáfu af málum á samfélagsmiðlun en líkt og kom fram í gær er hann hættur í hljómsveitinni. Að sögn þeirra Mark Hoppus og Travis Barker sendi umboðsmaður Tom Delonge póst á þá þar sem fram kom að söngvarinn hefði ekki áhuga á að vinna með Blink 182 í náinni framtíð og þeir litu í raun þannig á að hann væri einfaldlega hættur. En nú hefur Delonge semsagt birt sína útgáfu af atburðunum. Segist hann hafa lagt allt sitt í hljómsveitina á síðustu árum en fengið lítið til baka frá félögum sínum. Hann segist hafa skipulagt heila helgi þar sem þeir ætluðu að hittast og ræða málin en þeir styttu helgina niður í þrjá klukkutíma í pínulitlu baksviðsherbergi í Vegas. Þá segir hann að síðast þegar að hljómsveitin fór í hljóðver hafi hann mætt daglega í 2 mánuði en félagar hans einungis í 11 daga. Hann sagðist einfaldlega hafa sagt þeim að hann hafi ekki áhuga á að fresta öðrum verkefnum á sinni könnu nema að allir væru tilbúnir að leggja sig 100% fram og það sé eitthvað sem hann sjái ekki fyrir sér í náinni framtíð.
![](https://www.visir.is/i/5C6D5E06033C08599FDB86E98B36EBBFAA1318C5C0C370CB2950D73CCC093857_390x0.jpg)
Nú styttist í næstu plötu Noel Gallagher sem hefur fengið nafnið Chasing Yesterday og er væntanleg þann 2. mars. Sjálfur segir Gallagher að platan sé full af lögum sem lætur fólk kýla með krepptum hnefa upp í loftið á meðan að það grætur. En Noel segir að þessi sérstaka lýsing á lögum sínum séu írsku ræturnar, en hann segir að afkomendur Íra séu aldrei ánægðir og reiðast gleðinni.
Carl Barat segist reikna með að þurfa sjálfur á einhverskonar sálfræðiaðstoð að halda vegna þess hversu vel hljómsveitarfélaga hans Pete Doherty gangi að losa sig við heróínfíknina. En í viðtali við blaðið Loaded sagði Barat að hann hefði glímt við þunglyndi sem skyggði oft á allt það góða sem hann hefði afrekar í lífinu. Sagði hann að nú þegar að The Libertines væru að koma aftur saman og Pete Doherty væri laus við heróínfíknina væri hann að afreka eitthvað