Toyota hagnaðist um 2.400 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 11:20 Forstjóri Toyota greinir frá góðum árangri fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent