Góðar sögur gerast um Verslunarmannahelgina Gunnar Leó Pálsson og Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2015 14:30 Átta af þeim níu sem rætt er við hér að neðan. vísir Páll Óskar Hjálmtýsson. Leið eins og poppstjörnu í fyrsta sinn Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður Ég mun aldrei gleyma Uxa ’95. Þar söng ég „Ástin dugir“ með Unun, stökk beint af sviðinu upp í einkaflugvél, flaug rakleitt frá Kirkjubæjarklaustri til Akureyrar, lenti næstum því á þakinu á Sjallanum, hoppaði upp á svið þar sem Milljónamæringarnir biðu eftir mér og þar var talið strax í „Negro José“ fyrir troðfullu húsi. Þetta var í fyrsta, en alls ekki síðasta, skiptið sem mér leið eins og alvöru poppstjörnu.Mynd/EyglóGísladóttirTók blandarann með Sólveig Eiríksdóttir, hráfæðiskokkur „Ein af mínum allra bestu verslunarmannahelgum var fyrir fimm árum. Þá ákváðum ég og maðurinn minn að fara með börnunum og vinahjónum yfir Sprengisand og enda uppi í Kverkfjöllum, segir Sólveig sem gjarnan er kölluð Solla. Veðrið lék við þau og fáir á ferð og náttúran skartaði sínu fegursta. „Ég var á einhverju sérstöku fæði þannig að ég tók blandarann minn með, sem var tvö hestöfl. Uppi í Kverkfjöllum settu þeir upp fyrir mig vararafstöðina og slökktu á rafmagninu meðan ég var að gera morgunþeytingana,“ segir Solla og skellihlær. „Ég sá Herðubreið í fyrsta skipti. Eitt af uppáhaldsmálverkunum mínum er eftir Stefán frá Hvítadal og hann var svo hrifinn af Herðubreið og í fyrsta skipti upplifði ég að verða ástfangin af fjalli. Kvöldsólin var örlítið byrjuð að koma, hún stendur þarna í einhverjum appelsínugulum logum. Þetta var svo fallegt.“Fengu rafstuð í kroppinnBjörgvin Halldórsson tónlistarmaður „Einu sinni sem oftar spilaði Brimkló á Þjóðhátíð og þá var gamla sviðið notað og það sneri öfugt við hvernig það snýr núna. Það gerði vitlaust veður, rok og rigningu þannig að varla var stætt á sviðinu með vindinn og regnið í fangið. Við vorum að rembast við að klára ballið þegar var liðið á nóttina en þá var veðrið orðið það vont og vatnselgurinn svo mikill að græjurnar fóru að leiða út. Við vorum að fá rafstuð í kroppinn í gegnum hljóðfærin. Þetta ágerðist þannig að við þurftum að hætta og láta Gísla Svein taka við með diskótekið sitt Áslák, en hann ferðaðist með okkur á ferðum okkar um landið. Allt fór að leiða út hjá honum svo að hann brást þannig við að hann setti upp gúmmíhanska til að setja vínylinn undir nálina. Hann hélt út, blessaður, og kláraði dansleikinn með stæl blautur upp fyrir haus. Það eru margar sögurnar en þessari skaut upp í hugann. Annars bara hress með belti og axlabönd.“Vísir/GVABetri eftir því sem hún eldistKatrín Jakobsdóttir, stjórnmálakona „Mér finnst verslunarmannahelgin hafa orðið betri eftir því sem ég eldist. Þær bestu eru þegar ég eyði þeim í Bjarnarfirði í Strandasýslu, þar hef ég stundum verið um verslunarmannahelgi og það er alltaf algjör sveitasæla,“ segir Katrín. „Ég er ekki mikil útihátíðarmanneskja, en að komast út úr bænum, labba út og tína krydd og vera í sambandi við landið eru mínar bestu minningar um verslunarmannahelgi. „Í fyrri tíð þegar ég var enn hress og skemmtileg,“ segir Katrín skellihlæjandi og heldur áfram, „var yfirleitt skemmtilegast að vera í miðborg Reykjavíkur þegar ég var enn á þeim skemmtanalífsárum áður en ég gerðist miðaldra.“Hreimur Örn Heimisson.Vísir/PjeturFann fyrir gleðitárum á hvarmiHreimur Örn Heimisson tónlistarmaður Það var árið 2001, júlímánuður genginn í garð og ég var nýbúinn að setja þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt í spilun. Menn voru eitthvað ekki alveg á því að þetta lag væri málið, enda var nánast ekkert minnst á Eyjar í textanum. Þjóðhátíðarnefnd þess tíma var alls ekki sátt við að ég hefði bara „hent“ laginu í spilun en ákvað að láta slag standa fyrst ég var búinn að fara á fjölmiðlana og kynna lagið sem þjóðhátíðarlag. Komandi verslunarmannahelgi var því ótrúlegur léttir fyrir okkur strákana í Landi og sonum, við mættum til Eyja og þar var sungið í hverju horni, þessi lagbútur úr viðlaginu. Hámarkinu var þó náð í flugeldasýningunni á laugardagskvöldinu, en brekkan byrjaði allt í einu að kyrja lagið, þúsundir manna í miðri sýningu undir sprengingunum. Ég fann fyrir gleðitárum á hvarmi og mig grunaði þarna að ég hefði búið til eitthvað sem myndi lifa um ókomin ár.Vísir/AntonBrinkSjóveik í HerjólfiBirgitta Haukdal, söngkona og rithöfundur „Ég á margar góðar og mismunandi minningar frá því maður varð að spila út um allt. Þegar Írafár var að spila á Þjóðhátíð, ég man nú ekki hvaða ár það var, þá varð ég svo hrikalega sjóveik í Herjólfi og var þarna gubbandi og gerði allt sem sjóveikir gera. Svo varð ég bara að fara beint upp á svið og þetta eru einir erfiðustu tónleikar sem ég sungið á, ég var með svo mikla sjóriðu,“ segir Birgitta hlæjandi en á þessum tíma þaut hljómsveitin á milli hátíða og stoppaði stutt við á hverjum stað. „Þetta var ekki dásamlegt þó það hafi verið gaman að koma á Þjóðhátíð.“Sigtryggur Baldursson.Vísir/GVABlóðgaði trommusettiðSigtryggur Baldursson tónlistarmaður Verslunarmannahelgin 1977 á Rauðhettu við Úlfljótsvatn var mjög eftirminnileg. Það var í fyrsta sinn sem ég fór á útihátíð og var þá 14 ára með félögum mínum, fullt af nesti frá mömmu, flösku í svefnpokanum og ég man að pabbi keyrði mig uppeftir. Á laugardagskveldinu forfallaðist eitthvað bandið að ég held, en það var blásið til “djammsessjón” með hljóðfæraleikurum eins og Friðrik Karlssyni á gítar og Eggert Pálssyni, núverandi slagverksmeistara sinfó, og bauð ég mig fram í bumbuslátt sem fór ekki betur en svo að ég fékk náttúrulega blöðrur á puttana af æsingi og fann heldur ekkert mikið fyrir því þegar þær sprungu, vegna adrenalinstigsins sem var í gangi í blóðrásinni, stutt af smávægilegu alkóhólmagni, samt ekki of miklu því maður vildi geta spilað, og varð því ekki almennilega var við að eitthvað væri skrýtið fyrr en settið var meira og minna orðið útí blóðslettum. Ég man að ég var dulítið hissa þegar ég tók eftir þessu, þetta var dulítið eins og í hryllingsmynd trommuleikara, téðri Whiplash, en sem betur fer varð ég líka fyrir því að það voru þarna ungar og umhyggjusamar stúlkur sem vildu allt fyrir mig gera til að hlúa að mér eftir eldraunina og held ég að það hafi ekki síður verið eftirminnilegt fyrir ungan og óreyndan bumbuslagarann með hrynþokkann tiltölulega óslípaðan. Fingurnir gréru fljótt en tónlistarferillinn var auðsjáanlega hafinn.Vísir/GVAFóru á kántrýballJóhanna María Sigmundsdóttir, alþingiskona Jóhanna María segir sína eftirminnilegustu minningu frá verslunarmannahelgi vera frá því hún var 16 ára gömul. „Ég og fóstursystir mín, sem var 18 ára, vildum lyfta okkur upp um verslunarmannahelgi. Þar sem ég á sniðugan pabba ákvað hann að við myndum skreppa á ball í Bjarkarlundi, það gerði hann jú á sínum yngri árum,“ segir Jóhanna María. „Farið var í fjós í fyrra laginu og við lögðum svo af stað í balldressi, við systurnar og pabbi. Þegar komið var í Bjarkarlund komumst við að því að allt unga fólkið í sveitinni væri á unglingalandsmóti eða á stærri skemmtunum annars staðar þessa helgina svo við lækkuðum meðalaldurinn töluvert þetta kvöld.“ Þær systur létu það þó ekki á sig fá og gerðu það besta úr aðstæðum. „Fyrir dansi spilaði kántríhljómsveit og við gerðum það besta úr ballinu og dönsuðum fram á nótt, eða þar til tímabært var að halda heim til að komast í morgunmjaltir. Þrátt fyrir að þetta hafi verið aðeins öðruvísi kvöld en við bjuggumst við þá gleymum við aldrei kántríballinu í Bjarkarlundi.“Bíllinn gaf upp öndina Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA"Ég ferðaðist mikið um landið með foreldrum mínum þegar ég var yngri og var áfangastaðurinn yfirleitt bara ákveðinn að morgni brottfaradagsins. Eitthvað austur og sjá svo til eftir því hvar veðrið var best. Ég held að við höfum sjaldan endað á sama staðnum tvisvar um verslunarmannahelgi en þessar hátíðar eru allar frekar líkar í minningumni. Eftirminnilegast er kannski þegar að bíllinn okkar gaf upp öndina á miðri heiði og mamma húkkaði sér far til Akureyrar að sækja bílaleigubíl á meðan við hin lètum fara vel um okkur, óðum læki og kláruðum byrgðarnar úr kæliboxinu." Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson. Leið eins og poppstjörnu í fyrsta sinn Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður Ég mun aldrei gleyma Uxa ’95. Þar söng ég „Ástin dugir“ með Unun, stökk beint af sviðinu upp í einkaflugvél, flaug rakleitt frá Kirkjubæjarklaustri til Akureyrar, lenti næstum því á þakinu á Sjallanum, hoppaði upp á svið þar sem Milljónamæringarnir biðu eftir mér og þar var talið strax í „Negro José“ fyrir troðfullu húsi. Þetta var í fyrsta, en alls ekki síðasta, skiptið sem mér leið eins og alvöru poppstjörnu.Mynd/EyglóGísladóttirTók blandarann með Sólveig Eiríksdóttir, hráfæðiskokkur „Ein af mínum allra bestu verslunarmannahelgum var fyrir fimm árum. Þá ákváðum ég og maðurinn minn að fara með börnunum og vinahjónum yfir Sprengisand og enda uppi í Kverkfjöllum, segir Sólveig sem gjarnan er kölluð Solla. Veðrið lék við þau og fáir á ferð og náttúran skartaði sínu fegursta. „Ég var á einhverju sérstöku fæði þannig að ég tók blandarann minn með, sem var tvö hestöfl. Uppi í Kverkfjöllum settu þeir upp fyrir mig vararafstöðina og slökktu á rafmagninu meðan ég var að gera morgunþeytingana,“ segir Solla og skellihlær. „Ég sá Herðubreið í fyrsta skipti. Eitt af uppáhaldsmálverkunum mínum er eftir Stefán frá Hvítadal og hann var svo hrifinn af Herðubreið og í fyrsta skipti upplifði ég að verða ástfangin af fjalli. Kvöldsólin var örlítið byrjuð að koma, hún stendur þarna í einhverjum appelsínugulum logum. Þetta var svo fallegt.“Fengu rafstuð í kroppinnBjörgvin Halldórsson tónlistarmaður „Einu sinni sem oftar spilaði Brimkló á Þjóðhátíð og þá var gamla sviðið notað og það sneri öfugt við hvernig það snýr núna. Það gerði vitlaust veður, rok og rigningu þannig að varla var stætt á sviðinu með vindinn og regnið í fangið. Við vorum að rembast við að klára ballið þegar var liðið á nóttina en þá var veðrið orðið það vont og vatnselgurinn svo mikill að græjurnar fóru að leiða út. Við vorum að fá rafstuð í kroppinn í gegnum hljóðfærin. Þetta ágerðist þannig að við þurftum að hætta og láta Gísla Svein taka við með diskótekið sitt Áslák, en hann ferðaðist með okkur á ferðum okkar um landið. Allt fór að leiða út hjá honum svo að hann brást þannig við að hann setti upp gúmmíhanska til að setja vínylinn undir nálina. Hann hélt út, blessaður, og kláraði dansleikinn með stæl blautur upp fyrir haus. Það eru margar sögurnar en þessari skaut upp í hugann. Annars bara hress með belti og axlabönd.“Vísir/GVABetri eftir því sem hún eldistKatrín Jakobsdóttir, stjórnmálakona „Mér finnst verslunarmannahelgin hafa orðið betri eftir því sem ég eldist. Þær bestu eru þegar ég eyði þeim í Bjarnarfirði í Strandasýslu, þar hef ég stundum verið um verslunarmannahelgi og það er alltaf algjör sveitasæla,“ segir Katrín. „Ég er ekki mikil útihátíðarmanneskja, en að komast út úr bænum, labba út og tína krydd og vera í sambandi við landið eru mínar bestu minningar um verslunarmannahelgi. „Í fyrri tíð þegar ég var enn hress og skemmtileg,“ segir Katrín skellihlæjandi og heldur áfram, „var yfirleitt skemmtilegast að vera í miðborg Reykjavíkur þegar ég var enn á þeim skemmtanalífsárum áður en ég gerðist miðaldra.“Hreimur Örn Heimisson.Vísir/PjeturFann fyrir gleðitárum á hvarmiHreimur Örn Heimisson tónlistarmaður Það var árið 2001, júlímánuður genginn í garð og ég var nýbúinn að setja þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt í spilun. Menn voru eitthvað ekki alveg á því að þetta lag væri málið, enda var nánast ekkert minnst á Eyjar í textanum. Þjóðhátíðarnefnd þess tíma var alls ekki sátt við að ég hefði bara „hent“ laginu í spilun en ákvað að láta slag standa fyrst ég var búinn að fara á fjölmiðlana og kynna lagið sem þjóðhátíðarlag. Komandi verslunarmannahelgi var því ótrúlegur léttir fyrir okkur strákana í Landi og sonum, við mættum til Eyja og þar var sungið í hverju horni, þessi lagbútur úr viðlaginu. Hámarkinu var þó náð í flugeldasýningunni á laugardagskvöldinu, en brekkan byrjaði allt í einu að kyrja lagið, þúsundir manna í miðri sýningu undir sprengingunum. Ég fann fyrir gleðitárum á hvarmi og mig grunaði þarna að ég hefði búið til eitthvað sem myndi lifa um ókomin ár.Vísir/AntonBrinkSjóveik í HerjólfiBirgitta Haukdal, söngkona og rithöfundur „Ég á margar góðar og mismunandi minningar frá því maður varð að spila út um allt. Þegar Írafár var að spila á Þjóðhátíð, ég man nú ekki hvaða ár það var, þá varð ég svo hrikalega sjóveik í Herjólfi og var þarna gubbandi og gerði allt sem sjóveikir gera. Svo varð ég bara að fara beint upp á svið og þetta eru einir erfiðustu tónleikar sem ég sungið á, ég var með svo mikla sjóriðu,“ segir Birgitta hlæjandi en á þessum tíma þaut hljómsveitin á milli hátíða og stoppaði stutt við á hverjum stað. „Þetta var ekki dásamlegt þó það hafi verið gaman að koma á Þjóðhátíð.“Sigtryggur Baldursson.Vísir/GVABlóðgaði trommusettiðSigtryggur Baldursson tónlistarmaður Verslunarmannahelgin 1977 á Rauðhettu við Úlfljótsvatn var mjög eftirminnileg. Það var í fyrsta sinn sem ég fór á útihátíð og var þá 14 ára með félögum mínum, fullt af nesti frá mömmu, flösku í svefnpokanum og ég man að pabbi keyrði mig uppeftir. Á laugardagskveldinu forfallaðist eitthvað bandið að ég held, en það var blásið til “djammsessjón” með hljóðfæraleikurum eins og Friðrik Karlssyni á gítar og Eggert Pálssyni, núverandi slagverksmeistara sinfó, og bauð ég mig fram í bumbuslátt sem fór ekki betur en svo að ég fékk náttúrulega blöðrur á puttana af æsingi og fann heldur ekkert mikið fyrir því þegar þær sprungu, vegna adrenalinstigsins sem var í gangi í blóðrásinni, stutt af smávægilegu alkóhólmagni, samt ekki of miklu því maður vildi geta spilað, og varð því ekki almennilega var við að eitthvað væri skrýtið fyrr en settið var meira og minna orðið útí blóðslettum. Ég man að ég var dulítið hissa þegar ég tók eftir þessu, þetta var dulítið eins og í hryllingsmynd trommuleikara, téðri Whiplash, en sem betur fer varð ég líka fyrir því að það voru þarna ungar og umhyggjusamar stúlkur sem vildu allt fyrir mig gera til að hlúa að mér eftir eldraunina og held ég að það hafi ekki síður verið eftirminnilegt fyrir ungan og óreyndan bumbuslagarann með hrynþokkann tiltölulega óslípaðan. Fingurnir gréru fljótt en tónlistarferillinn var auðsjáanlega hafinn.Vísir/GVAFóru á kántrýballJóhanna María Sigmundsdóttir, alþingiskona Jóhanna María segir sína eftirminnilegustu minningu frá verslunarmannahelgi vera frá því hún var 16 ára gömul. „Ég og fóstursystir mín, sem var 18 ára, vildum lyfta okkur upp um verslunarmannahelgi. Þar sem ég á sniðugan pabba ákvað hann að við myndum skreppa á ball í Bjarkarlundi, það gerði hann jú á sínum yngri árum,“ segir Jóhanna María. „Farið var í fjós í fyrra laginu og við lögðum svo af stað í balldressi, við systurnar og pabbi. Þegar komið var í Bjarkarlund komumst við að því að allt unga fólkið í sveitinni væri á unglingalandsmóti eða á stærri skemmtunum annars staðar þessa helgina svo við lækkuðum meðalaldurinn töluvert þetta kvöld.“ Þær systur létu það þó ekki á sig fá og gerðu það besta úr aðstæðum. „Fyrir dansi spilaði kántríhljómsveit og við gerðum það besta úr ballinu og dönsuðum fram á nótt, eða þar til tímabært var að halda heim til að komast í morgunmjaltir. Þrátt fyrir að þetta hafi verið aðeins öðruvísi kvöld en við bjuggumst við þá gleymum við aldrei kántríballinu í Bjarkarlundi.“Bíllinn gaf upp öndina Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA"Ég ferðaðist mikið um landið með foreldrum mínum þegar ég var yngri og var áfangastaðurinn yfirleitt bara ákveðinn að morgni brottfaradagsins. Eitthvað austur og sjá svo til eftir því hvar veðrið var best. Ég held að við höfum sjaldan endað á sama staðnum tvisvar um verslunarmannahelgi en þessar hátíðar eru allar frekar líkar í minningumni. Eftirminnilegast er kannski þegar að bíllinn okkar gaf upp öndina á miðri heiði og mamma húkkaði sér far til Akureyrar að sækja bílaleigubíl á meðan við hin lètum fara vel um okkur, óðum læki og kláruðum byrgðarnar úr kæliboxinu."
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira