Innlent

Eiturlyf í gámi við Sundahöfn

Snærós Sindradóttir skrifar
VÍSIR/Vilhelm
Tæplega þrjú kíló af sterkum fíkniefnum fundust í bakpoka í gámi við Sundahöfn í fyrrinótt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um kókaín að ræða.

Götuverð efnanna sem um ræðir hleypur á milljónum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að starfsmaður við Sundahöfn hafi verið ætlaður móttakandi efnanna.

Gámasendingar með skipum hafa verið tiltölulega vinsæl smyglleið. Árið 2011 fundust tæplega tíu kíló af amfetamíni og ríflega 8.000 e-töflur í gámi í Straumsvíkurhöfn.

Lögregla hefur smyglmálið sem kom upp í fyrrinótt til rannsóknar. Rætt hefur verið við nokkra aðila vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×