Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2015 21:30 Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson. Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson.
Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira