Hrægammar brosa út í annað Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2015 12:00 Hvers vegna eru stærstu kröfuhafar slitabúa föllnu bankanna svona ánægðir með samkomulagið um stöðugleikaframlagið? Er það vegna þess að íslenska ríkið samdi af sér? Lögfræðingar segja stundum að bestu samningarnir séu þeir þegar báðir aðilar ganga jafn fúlir frá borði. Í þessu er ákveðinn sannleikur. En sú ofsagleði sem einkennt hefur umræðu um samkomulag við kröfuhafa föllnu bankanna vekur hjá manni ugg. Af hverju eru þeir svona ánægðir? Og hvers vegna eru stjórn og stjórnarandstaða sammála um að þessir samningar séu svona góðir? Getur það verið vegna þess að stjórnarandstaðan skynjaði að umræðan um þetta samkomulag var frá fyrsta degi jákvæð og stjórnmálamenn eru upp til hópa óöruggir menn sem hræðast fátt meira en almenningsálitið? Sérfræðingar í framkvæmdastjórn um afnám gjaldeyrishafta áætla að stöðugleikaframlagið svokallaða, þ.e. peningarnir sem slitabúin borga svo þau fái ekki á sig stöðugleikaskattinn, skili 450 milljörðum króna. Hvernig var þessi fjárhæð fundin út? Jú, þetta eru þeir peningar sem seðlabankastjóri kallaði mengun á efnahagsreikningi þjóðarbúsins á fundi efnahags- og viðskiptanefndar. Þetta eru íslenskar krónur sem sitja fastar inni í kerfinu og aldrei var hægt að skipta í gjaldeyri. Ef stóru bankarnir þrír og stjórnendur þeirra ollu tjóni á íslensku samfélagi, hvað er eðlilegt endurgjald fyrir það tjón? Ljóst er að þeir peningar sem slitabúin munu greiða með stöðugleikaframlagi dekka ekki heildartjón ríkisins af bankahruninu sem er eitthvað um 1.100 milljarðar króna þegar allt hefur verið tekið saman. Þá hefur ekki verið tekið með í reikninginn það tjón sem íslensk heimili urðu fyrir vegna óráðsíunnar í íslensku bankakerfi, tjón vegna peningamarkaðssjóða o.s.frv. Það hefði hæglega verið hægt að skattleggja þessi slitabú með stöðugleikaskatti upp á 2.000 milljarða króna með force majeure-rökum sem hefði verið hægt að láta reyna á fyrir dómstólum. Óvissan við slíka skattlagningu er að hún hefði sennilega ekki komist í gegnum nálarauga meðalhófsins. Margir halda að af því að viljayfirlýsingar stærstu kröfuhafa föllnu bankanna liggja fyrir þá sé þetta fast í hendi, peningarnir sem slitabúin borga. Þetta er mikill misskilningur. Restin af kröfuhöfunum á eftir að samþykkja skilyrðin. Þá á eftir að ganga frá nauðasamningum. Ekki er útilokað að kröfuhafar Glitnis, þýskir bankar sem hafa haldist inni og ekki selt kröfur sínar, hafni samkomulaginu og láti reyna á lögmæti stöðugleikaskattsins fyrir dómstólum. Þá mun taka 5-7 ár að lyfta gjaldeyrishöftum þegar „menguninni“ í efnahagsreikningi þjóðarbúsins hefur verið varanlega eytt. Þá er ekki víst að afnám gjaldeyrishafta skipti nokkru máli fyrir venjulegt fólk í millistétt sem hyggur ekki á fasteignakaup á Spáni eða millifærslur í gjaldeyri enda finnur það ekkert fyrir höftum þar sem vöru- og þjónustuviðskipti eru undanþegin. Ég tel raunar að stjórnvöld ofmeti mjög skaðann sem fylgir höftunum og þau vita í reynd ekki hver skaðinn er því hann hefur aldrei verið reiknaður út. Það getur verið að viljayfirlýsingar stærstu kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna, um að þeir borgi stöðugleikaframlag, sé betri leið en að fara í hart við þá. Lærdómur sögunnar mun veita svör við því. En við skulum ekki halda að þetta samkomulag sé einhver happdrættisvinningur fyrir íslenska ríkið og þar með íslenska skattgreiðendur. Því fer fjarri.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Hvers vegna eru stærstu kröfuhafar slitabúa föllnu bankanna svona ánægðir með samkomulagið um stöðugleikaframlagið? Er það vegna þess að íslenska ríkið samdi af sér? Lögfræðingar segja stundum að bestu samningarnir séu þeir þegar báðir aðilar ganga jafn fúlir frá borði. Í þessu er ákveðinn sannleikur. En sú ofsagleði sem einkennt hefur umræðu um samkomulag við kröfuhafa föllnu bankanna vekur hjá manni ugg. Af hverju eru þeir svona ánægðir? Og hvers vegna eru stjórn og stjórnarandstaða sammála um að þessir samningar séu svona góðir? Getur það verið vegna þess að stjórnarandstaðan skynjaði að umræðan um þetta samkomulag var frá fyrsta degi jákvæð og stjórnmálamenn eru upp til hópa óöruggir menn sem hræðast fátt meira en almenningsálitið? Sérfræðingar í framkvæmdastjórn um afnám gjaldeyrishafta áætla að stöðugleikaframlagið svokallaða, þ.e. peningarnir sem slitabúin borga svo þau fái ekki á sig stöðugleikaskattinn, skili 450 milljörðum króna. Hvernig var þessi fjárhæð fundin út? Jú, þetta eru þeir peningar sem seðlabankastjóri kallaði mengun á efnahagsreikningi þjóðarbúsins á fundi efnahags- og viðskiptanefndar. Þetta eru íslenskar krónur sem sitja fastar inni í kerfinu og aldrei var hægt að skipta í gjaldeyri. Ef stóru bankarnir þrír og stjórnendur þeirra ollu tjóni á íslensku samfélagi, hvað er eðlilegt endurgjald fyrir það tjón? Ljóst er að þeir peningar sem slitabúin munu greiða með stöðugleikaframlagi dekka ekki heildartjón ríkisins af bankahruninu sem er eitthvað um 1.100 milljarðar króna þegar allt hefur verið tekið saman. Þá hefur ekki verið tekið með í reikninginn það tjón sem íslensk heimili urðu fyrir vegna óráðsíunnar í íslensku bankakerfi, tjón vegna peningamarkaðssjóða o.s.frv. Það hefði hæglega verið hægt að skattleggja þessi slitabú með stöðugleikaskatti upp á 2.000 milljarða króna með force majeure-rökum sem hefði verið hægt að láta reyna á fyrir dómstólum. Óvissan við slíka skattlagningu er að hún hefði sennilega ekki komist í gegnum nálarauga meðalhófsins. Margir halda að af því að viljayfirlýsingar stærstu kröfuhafa föllnu bankanna liggja fyrir þá sé þetta fast í hendi, peningarnir sem slitabúin borga. Þetta er mikill misskilningur. Restin af kröfuhöfunum á eftir að samþykkja skilyrðin. Þá á eftir að ganga frá nauðasamningum. Ekki er útilokað að kröfuhafar Glitnis, þýskir bankar sem hafa haldist inni og ekki selt kröfur sínar, hafni samkomulaginu og láti reyna á lögmæti stöðugleikaskattsins fyrir dómstólum. Þá mun taka 5-7 ár að lyfta gjaldeyrishöftum þegar „menguninni“ í efnahagsreikningi þjóðarbúsins hefur verið varanlega eytt. Þá er ekki víst að afnám gjaldeyrishafta skipti nokkru máli fyrir venjulegt fólk í millistétt sem hyggur ekki á fasteignakaup á Spáni eða millifærslur í gjaldeyri enda finnur það ekkert fyrir höftum þar sem vöru- og þjónustuviðskipti eru undanþegin. Ég tel raunar að stjórnvöld ofmeti mjög skaðann sem fylgir höftunum og þau vita í reynd ekki hver skaðinn er því hann hefur aldrei verið reiknaður út. Það getur verið að viljayfirlýsingar stærstu kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna, um að þeir borgi stöðugleikaframlag, sé betri leið en að fara í hart við þá. Lærdómur sögunnar mun veita svör við því. En við skulum ekki halda að þetta samkomulag sé einhver happdrættisvinningur fyrir íslenska ríkið og þar með íslenska skattgreiðendur. Því fer fjarri.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun