Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. júní 2015 09:30 Allt ætlaði um koll að keyra þegar hljómsveitin Wu-Tang Clan steig á svið á sunnudagskvöld og má segja að hátíðin hafi náð ákveðnu hámarki á þeirri stundu. vísir/andri marinó Tæplega tíu þúsund miðar seldust á Secret Solstice-hátíðina sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Það þýðir að minnstu munaði að uppselt yrði á hátíðina. „Það voru bara rétt tvö hundruð miðar eftir þannig að við erum mjög sátt við þessar frábæru viðtökur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. Miðinn á hátíðina kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur en verðið var þó lægra í forsölu og þá voru ýmis tilboð í gangi. Svokallaðir V.I.P miðar kostuðu um þrjátíu þúsund krónur og má því áætla að tekjur af miðasölunni á hátíðina hafi verið nálægt 170 milljónum króna, miðað við grófa útreikninga en engin tala hefur fengist staðfest í þeim efnum. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og eru aðstandendur Secret Solstice strax farnir að huga að næstu hátíð. „Secret Solstice verður haldin aftur á næsta ári, það er pottþétt og erum við nú þegar farin að skoða bókanir fyrir næsta ár,“ segir Ósk. Hún bætir við að aðstandendur hátíðarinnar vilji þakka Reykjavíkurborg, Þrótti og þeim starfsmönnum sem reka það glæsilega íþróttaheimili, gæslunni og lögreglu kærlega fyrir frábært samstarf. „Það var líka ánægjulegt að sjá foreldra koma með börnin sín og hvað þetta var í raun mikil fjölskylduhátíð á daginn.“Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar.Athygli vekur að engin brot voru kærð til lögreglu á þessari fjölsóttu hátíð. „Við fögnum því, það var gleðilegt að sjá hvað lögreglan var vinaleg og sýnileg á hátíðinni.“ Hátíðin var með leyfi fyrir tíu þúsund gesti og þar sem hún gekk svo vel, eru uppi vangaveltur um hvort hún verði enn stærri á næsta ári. „Við vinnum að mögulegri stækkun í samvinnu við borgina og hagsmunaaðila og því of snemmt að segja neitt að svo stöddu,“ segir Ósk. Að hátíðinni lokinni var haldið heljarmikið eftirpartí fyrir starfsfólk og aðstandendur og komu þar fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum hátíðarinnar í ár. „Partíið fór fram á leynistað og þar komu fram nokkur af þekktustu nöfnum hátíðarinnar. Hinar stjörnurnar sem tróðu upp á hátíðinni skemmtu sér vel í teitinu,“ segir Ósk spurð út í gleðskapinn. Veðrið lék við gesti Secret Solstice um helgina og hafði það mikil áhrif á hve góð stemning myndaðist. Helstu tónlistarmennirnir sem komu fram í ár voru Wu-Tang Clan, Kelis, Busta Rhymes og The Wailers, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna. Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira
Tæplega tíu þúsund miðar seldust á Secret Solstice-hátíðina sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Það þýðir að minnstu munaði að uppselt yrði á hátíðina. „Það voru bara rétt tvö hundruð miðar eftir þannig að við erum mjög sátt við þessar frábæru viðtökur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. Miðinn á hátíðina kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur en verðið var þó lægra í forsölu og þá voru ýmis tilboð í gangi. Svokallaðir V.I.P miðar kostuðu um þrjátíu þúsund krónur og má því áætla að tekjur af miðasölunni á hátíðina hafi verið nálægt 170 milljónum króna, miðað við grófa útreikninga en engin tala hefur fengist staðfest í þeim efnum. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og eru aðstandendur Secret Solstice strax farnir að huga að næstu hátíð. „Secret Solstice verður haldin aftur á næsta ári, það er pottþétt og erum við nú þegar farin að skoða bókanir fyrir næsta ár,“ segir Ósk. Hún bætir við að aðstandendur hátíðarinnar vilji þakka Reykjavíkurborg, Þrótti og þeim starfsmönnum sem reka það glæsilega íþróttaheimili, gæslunni og lögreglu kærlega fyrir frábært samstarf. „Það var líka ánægjulegt að sjá foreldra koma með börnin sín og hvað þetta var í raun mikil fjölskylduhátíð á daginn.“Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar.Athygli vekur að engin brot voru kærð til lögreglu á þessari fjölsóttu hátíð. „Við fögnum því, það var gleðilegt að sjá hvað lögreglan var vinaleg og sýnileg á hátíðinni.“ Hátíðin var með leyfi fyrir tíu þúsund gesti og þar sem hún gekk svo vel, eru uppi vangaveltur um hvort hún verði enn stærri á næsta ári. „Við vinnum að mögulegri stækkun í samvinnu við borgina og hagsmunaaðila og því of snemmt að segja neitt að svo stöddu,“ segir Ósk. Að hátíðinni lokinni var haldið heljarmikið eftirpartí fyrir starfsfólk og aðstandendur og komu þar fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum hátíðarinnar í ár. „Partíið fór fram á leynistað og þar komu fram nokkur af þekktustu nöfnum hátíðarinnar. Hinar stjörnurnar sem tróðu upp á hátíðinni skemmtu sér vel í teitinu,“ segir Ósk spurð út í gleðskapinn. Veðrið lék við gesti Secret Solstice um helgina og hafði það mikil áhrif á hve góð stemning myndaðist. Helstu tónlistarmennirnir sem komu fram í ár voru Wu-Tang Clan, Kelis, Busta Rhymes og The Wailers, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna.
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira