Kínverjar kaupa þriðjungshlut í CRI Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júlí 2015 07:00 Verðmæti hlutar Geely Group í CRI er yfir sex milljarðar króna. Kínverska félagið hyggst nýta tækni CRI til bílaframleiðslu sinnar, bæði í Kína og víðar um hei,. vísir/gva Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling Intarnational (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfesting geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálfbærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaupin. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílaframleiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og eru einn af lykilaðlum sem munu móta framtíð bílageirans.“ Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling Intarnational (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfesting geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálfbærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaupin. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílaframleiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og eru einn af lykilaðlum sem munu móta framtíð bílageirans.“
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira