Þegar löggan böstaði landsfund Pawel Bartoszek skrifar 4. júlí 2015 07:00 Vorið 2009 sat ég landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég man hvernig, í miðri ræðunni þar sem einhver sagði að Jóhanna Sigurðardóttir væri eins og álfur í framan, að tuttugu lögreglumenn ruddust í salinn með hunda og gengu rösklega á milli borða í leit að hassi. Af og til drógu þeir einn landsfundarfulltrúa út og tóku hann afsíðis. Sumir mótmæltu, aðrir hlýddu. Sumir komu aftur eftir nokkrar mínútur. Aðrir komu ekki til baka þá helgina. Þetta dró aðeins úr stemningunni en hvað getur maður gert? Skipuleg eiturlyfjaleit á opinberum samkomum er líklegast komin til að vera. Ég man þegar okkur stærðfræðingum var orðið nóg boðið eftir enn eina rassíuna á Norrænu stærðfræðiráðstefnunni og við fengum Snarrótina til að halda fund: „Þekktu þinn rétt á stærðfræðiráðstefnum.“ Þar var kennt hvenær á að samþykkja leit og svona. Það er auðvitað bagalegt að þurfa að standa í svona mannréttindastappi en hvað getur maður gert? Ég fór nýlega á árshátíð í banka þar sem konan mín vinnur. Mér er sérstaklega minnisstætt hvernig sýnileg viðvera fíkniefnalögreglunnar setti svip sinn á skemmtihaldið. Bæði stóðu lögreglumenn með hunda við innganginn og leituðu á fólki þegar það mætti til borðhalds, en einnig voru margir vatnsgreiddir leynilögreglumenn í Dressmann-jakkafötum sem fylgdust grannt með hvort nokkur væri að selja „bankabygg“. Þetta dró aðeins úr stuðinu en hvað getur maður svo sem gert? Og svo auðvitað tónlistarhátíðirnar. Handahófskennd líkamsleit. Fíkniefnahundar. Löggur á hverju strái. Fólk í móðursýkiskasti að ásaka hvert annað um að vera „undercover“. Endalaus dópumræða í fjölmiðlum. Þetta dregur vissulega úr gleðinni. En hvað getur maður svo sem gert? Þótt fyrstu þrjú dæmin séu uppspuni þykist ég vita að á öllum þessum stöðum hefðu eiturlyf fundist ef þeirra hefði verið leitað. Þar sem nokkur hundruð manns koma saman til að lyfta sér upp muntu finna eitthvað ólöglegt ef þú leitar nógu vel. En á þremur fyrstu stöðunum er, af einhverjum ástæðum, aldrei leitað. Þetta er dálítið asnalegt. En hvað getur maður svo sem gert… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Vorið 2009 sat ég landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég man hvernig, í miðri ræðunni þar sem einhver sagði að Jóhanna Sigurðardóttir væri eins og álfur í framan, að tuttugu lögreglumenn ruddust í salinn með hunda og gengu rösklega á milli borða í leit að hassi. Af og til drógu þeir einn landsfundarfulltrúa út og tóku hann afsíðis. Sumir mótmæltu, aðrir hlýddu. Sumir komu aftur eftir nokkrar mínútur. Aðrir komu ekki til baka þá helgina. Þetta dró aðeins úr stemningunni en hvað getur maður gert? Skipuleg eiturlyfjaleit á opinberum samkomum er líklegast komin til að vera. Ég man þegar okkur stærðfræðingum var orðið nóg boðið eftir enn eina rassíuna á Norrænu stærðfræðiráðstefnunni og við fengum Snarrótina til að halda fund: „Þekktu þinn rétt á stærðfræðiráðstefnum.“ Þar var kennt hvenær á að samþykkja leit og svona. Það er auðvitað bagalegt að þurfa að standa í svona mannréttindastappi en hvað getur maður gert? Ég fór nýlega á árshátíð í banka þar sem konan mín vinnur. Mér er sérstaklega minnisstætt hvernig sýnileg viðvera fíkniefnalögreglunnar setti svip sinn á skemmtihaldið. Bæði stóðu lögreglumenn með hunda við innganginn og leituðu á fólki þegar það mætti til borðhalds, en einnig voru margir vatnsgreiddir leynilögreglumenn í Dressmann-jakkafötum sem fylgdust grannt með hvort nokkur væri að selja „bankabygg“. Þetta dró aðeins úr stuðinu en hvað getur maður svo sem gert? Og svo auðvitað tónlistarhátíðirnar. Handahófskennd líkamsleit. Fíkniefnahundar. Löggur á hverju strái. Fólk í móðursýkiskasti að ásaka hvert annað um að vera „undercover“. Endalaus dópumræða í fjölmiðlum. Þetta dregur vissulega úr gleðinni. En hvað getur maður svo sem gert? Þótt fyrstu þrjú dæmin séu uppspuni þykist ég vita að á öllum þessum stöðum hefðu eiturlyf fundist ef þeirra hefði verið leitað. Þar sem nokkur hundruð manns koma saman til að lyfta sér upp muntu finna eitthvað ólöglegt ef þú leitar nógu vel. En á þremur fyrstu stöðunum er, af einhverjum ástæðum, aldrei leitað. Þetta er dálítið asnalegt. En hvað getur maður svo sem gert…
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun