Kynlífsleysi í sambandi sigga dögg skrifar 19. febrúar 2015 09:00 Vísir/Getty Það að vera í kynlífslausu sambandi án þess í raun að kjósa kynlífsleysið er kallað „involuntary celibacy“ eða ósjálfrátt skírlífi. Kynlífsleysi getur einnig átt við einstaklinga sem myndu kjósa að stunda kynlíf með annarri manneskju en geta það ekki vegna einhverra hamlana, hvort sem það er líkamlegs, andlegs eða jafnvel aðstæðubundið. Í einni rannsókn var kynlífsleysi innan sambands skoðað og þá voru ástæður fyrir kynlífsleysinu ýmsar líkt og meðgangi og/eða fæðing barns, framhjáhalds eða veikinda. Fólk hafði stundað kynlíf fyrir þessa atburði en kynlíf hætti í kjölfar þessara atburða en aðilinn sem þráði kynlíf var í sambandinu og hélt í þá von að kynlíf myndi byrja aftur í náinni framtíð eða hafði bara sætt sig við orðinn hlut. Einstaklingar greina frá því að oftar en ekki sé það annar aðilinn sem ákveður að nú sé kynlífinu lokið, þetta sé því ekki sameiginleg ákvörðun. Í sumum tilfellum greina makar frá því að meðganga hafi alveg gert útaf við kynlífið og því svo viðhaldið þegar kom að uppeldi ungra barna. Það að lifa í kynlífslausu sambandi getur haft neikvæð áhrif á þá manneskju sem langar í kynlíf með maka en stendur það ekki til boða. Fólk greinir frá kvíða einkennum, upplifa höfnun og jafnvel þunglyndi, sérstaklega þegar það ber sig saman við annað fólk sem lifir kynlífi í sínum samböndum. Makinn sem glímir við kynlífsleysið beinir þá gjarnan athygli sinni að áhugamálum eða öðru til að fylla upp í hugsanir og tíma. Margir stunda sjálfsfróun, rækta fantasíurnar og leita í ráðgjöf. Heilsa Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið
Það að vera í kynlífslausu sambandi án þess í raun að kjósa kynlífsleysið er kallað „involuntary celibacy“ eða ósjálfrátt skírlífi. Kynlífsleysi getur einnig átt við einstaklinga sem myndu kjósa að stunda kynlíf með annarri manneskju en geta það ekki vegna einhverra hamlana, hvort sem það er líkamlegs, andlegs eða jafnvel aðstæðubundið. Í einni rannsókn var kynlífsleysi innan sambands skoðað og þá voru ástæður fyrir kynlífsleysinu ýmsar líkt og meðgangi og/eða fæðing barns, framhjáhalds eða veikinda. Fólk hafði stundað kynlíf fyrir þessa atburði en kynlíf hætti í kjölfar þessara atburða en aðilinn sem þráði kynlíf var í sambandinu og hélt í þá von að kynlíf myndi byrja aftur í náinni framtíð eða hafði bara sætt sig við orðinn hlut. Einstaklingar greina frá því að oftar en ekki sé það annar aðilinn sem ákveður að nú sé kynlífinu lokið, þetta sé því ekki sameiginleg ákvörðun. Í sumum tilfellum greina makar frá því að meðganga hafi alveg gert útaf við kynlífið og því svo viðhaldið þegar kom að uppeldi ungra barna. Það að lifa í kynlífslausu sambandi getur haft neikvæð áhrif á þá manneskju sem langar í kynlíf með maka en stendur það ekki til boða. Fólk greinir frá kvíða einkennum, upplifa höfnun og jafnvel þunglyndi, sérstaklega þegar það ber sig saman við annað fólk sem lifir kynlífi í sínum samböndum. Makinn sem glímir við kynlífsleysið beinir þá gjarnan athygli sinni að áhugamálum eða öðru til að fylla upp í hugsanir og tíma. Margir stunda sjálfsfróun, rækta fantasíurnar og leita í ráðgjöf.
Heilsa Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið