Handbolti

Topplið Vals í basli með HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Val í kvöld.
Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Val í kvöld. Vísir/Ernir
Valur er komið með þriggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla eftir fjögurra marka sigur á HK, 28-24, í kvöld.

HK, sem vann góðan sigur á Fram í síðustu umferð, veitti Val harða samkeppni í kvöld og var munurinn eitt mark, 24-23, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af leiknum.

Valsmenn reyndust sterkari á lokasprettinum en þeir leiddu með tveggja marka mun í hálfleik, 13-6.

Valur er með 32 stig á toppi Olísdeildar karla en HK er neðst með sex stig og virðist þrátt fyrir allt lítið geta komið í veg fyrir að liðið falli í 1. deildina.

HK - Valur 24-28 (11-13)

Mörk HK: Daði Laxdal Gautason 9, Þorgrímur Smári Ólafsson 4, Andri Þór Helgason 3, Atli Karl Bachmann 3, Tryggvi Þór Tryggvason 2, Máni Gestsson 2, Leó Snær Pétursson 1.

Mörk Vals: Daníel Þór Ingason 7, Sveinn Aron Sveinsson 7, Atli Már Báruson 3, Geir Guðmundsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Alexander Örn Júlíusson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Bjartur Guðmundsson 1, Ómar Ingi Magnússon 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×